Græni karlinn er sums staðar kona

Gangbrautarljós eru margs konar en það einkennir þau flest að grænt merkir að í lagi sé að ganga yfir og rautt merkir að ekki skuli ganga yfir. Það sem getur verið breytilegt er græni eða rauði „karlinn“. Í Þýskalandi t.d. getur þetta verið karl, kona, álfur, jólasveinn eða eitthvað allt annað.

image

Hér er eitthvað grænt. Myndir/Wikipedia

Evrópusambandið er að sjálfsögðu með staðlaðan karl. Hann heitir Euroman. Hvort Euroman er í fötum eða ekki skiptir ekki máli en hann er frekar leiðinlegur að sjá og er eins og spýtukarl.

image

Euroman

„Græni“ karlinn er sums staðar hvítur á grænum grunni o.s.frv.

image

Í Bandaríkjunum, Kanada, Japan og víðar er ekki endilega karl heldur „WALK“ eða „DON´T WALK“ og eru sekúndurnar taldar niður.

image

Það tók langan tíma að koma upp gangbrautarljósum hér á landi og nokkuð var um að ekið væri á þau. Fyrirsögn/DV 1976

image

Frá 1966 til 1976 gerðist fremur fátt í gangbrautarljósamálum á Íslandi en samt eitthvað.

Hér væri hægt að fara betur ofan í saumana á hinum ýmsu sálfræðirannsóknum sem eru að baki gangbrautarljósum um víða veröld en það verður að bíða betri tíma.

image

Vindum okkur í grænu konuna, rauðu konuna og gangbrautarverurnar sem eru víða um Evrópu.

image

1996 komu þær fyrstu, gangbrautarkonurnar þýsku, eða Ampelfrau

Svo var það árið 2012 sem þýsku stjórnmálakonunni Christine Hochmuth var nóg boðið og vildi ekki sjá þessar gangbrautarkonur með tíkarspena og í bjánalegu pilsi. Nei, þetta þótti henni hreint út sagt gamaldags og lummulegt.

Ekki nóg með það heldur fannst henni kynjamisrétti felast í öllu heila dótinu eins og má lesa um í þessari grein í þýska blaðinu Der Tagesspiegel. Eins gott að hún komist ekki með krumlurnar í hrúðurkarlana, sú þýska. Það gæti orðið vesen að finna hrúðurkonur en jæja, áfram með umferðina!

image

Hinsegin og alls konar

Í kringum Gay Pride hafa gangbrautarljósakarlar og konur komið í tjah, ekki öllum regnbogans litum, heldur ýmsum útgáfum t.d. í Köln, Hannover, Vínarborg og svo mætti lengi telja.

image

Elvis Priesley hefur orðið að gangbrautarljósakarli (sjá forsíðumynd) og sömu sögu er að segja af þeim Marx og Lúther.

image

GræniKarl Marx og sá rauði.

image

Lúther var að vísu fremur mislukkaður því hann er illþekkjanlegur í sínum kufli eða hvað serkurinn sá kann að nefnast.

image

En svona er þetta nú!

Þessu tengt: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is