Í Nuuk á Grænlandi eru um 5.000 bílar og malbikaðir vegir sem hægt er að aka þeim eftir eru samtals um 120 kílómetrar. Á Grænlandi eru rétt um 6.000 bílar í heildina og Nuuk er sá staður þar sem hægt er að aka aðeins lengra en á milli húsa.

image

Nuuk séð úr lofti. Myndir/Wikipedia

Þetta eru sennilega engar fréttir í sjálfu sér því 80% Grænlands eru undir íshettu. Þess vegna er gaman að geta sagt bílasögu frá Grænlandi. Ekki bara af einhverjum bíl heldur söguna af „versta bílnum í Nuuk“ eða svo segir sögumaður.

[Nú má draga þá ályktun að hér sé þætti versta bíls í Nuuk lokið í þessari sögu en bíllinn fléttast nú aftur inn í síðar.]

Bílleysið var í sjálfu sér ekkert mál, það er að segja fyrir okkur hjónin en sonurinn kvartaði mikið.

Eftir tryllta snjóstorma í mestu vetrarhörkunum koma risastór snjómoksturstæki og ryðja því burt sem fyrir verður. Eða kremja það sem kann að leynast undir snjónum.

Karlarnir á snjómokstursgræjunum elska vinnuna sína og þeysast um glaðir í bragði. Taka ekkert eftir því þegar þeir krulla upp vegriði eða skrapa og mylja viðartröppur sem einhver smíðaði við húsið sitt. Þeir taka nefnilega mun fleira en snjó, þessir karlar á moksturstækjunum.

image

Listasafnið í Nuuk að vetri til. Myndir/Wikipedia

Kona sem vinnur með mér lenti í því að eitt af þessum risatækjum flatti bílinn hennar út. Bókstaflega. Og það var bara nokkrum augnablikum eftir að hún fór út úr bílnum.

Hvað sem því líður þá kunna nú flestir hér í Nuuk að aka. En það er sko alls ekki þannig alls staðar á Grænlandi. Fólk ekur meira að segja án ökuréttinda í mörgum af litlu þorpunum.

Félagi okkar var eina löggan í Ittoqqorttoormiit og hann ætlaði sko að breyta þessu. Hélt að það yrði nú lítið mál í svona litlu þorpi. Hann krafðist þess að allir þreyttu ökupróf og fólk átti bara að hlýða. Ekki leið á löngu þar til íbúar fóru að spyrja hann hvenær hann myndi flytja frá Ittoqqorttoormiit.

image

Ittoqqorttoormiit er agnarsmátt þorp en þar búa innan við 350 manns. Mynd/Wikipedia

Ég varð mér úti um grænlenskt ökuskírteini í fyrra þegar hitt rann út. Það er frekar töff að geta sagt að maður sé með grænlenskt skírteini en gagnlegt er það nú ekki.

Utan Grænlands er það gagnslaust og er ekki tekið sem gilt ökuskírteini, eðli máls samkvæmt: Það er frekar ólíklegt að ökumaður öðlist almennilega reynslu af akstri hér. En þau koma þó einstaka sinnum að gagni, eins og eiginmaður minn komst að raun um!

Við vorum á heimleið síðdegi nokkurt á versta bíl í Nuuk þegar lögreglan stöðvaði okkur.

Aðrar sögur af ökuferðum úr alfaraleið:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is