Rússneskur rafmagns Mustang úr koltrefjum byggður á Tesla Model S

    • Sagður vera fljótari í hundraðið en sá gamli góði

Autoblog segir okkur eftirfarandi um möguleikana á að kaupa rafmagnaðan Mustang:

image

Aviar Motors R67 rafmagns-Mustang sem sagður er koma á markað á næsta ári.

Það tilkynnti um áform um að smíða sína útgáfu af Mustang, byggðan á Tesla Model S, coupé-gerð sem kallast R67 og sem er í laginu eins og fyrsta kynslóð Mustang fastback var.

image

Aleksey Rachev, stofnandi Aviar, skýrði frá því að markmið hans væri „að ná anda hinna goðsagnakenndu bíla á sjöunda áratugnum og endurhugsa þá á nútímalegan hátt.“ Þótt R67 sé augljóslega undir sterkum áhrifum af Mustang, benda tölvuteiknaðar útgáfur til þess að hann fái langan lista af sjónrænum uppfærslum, þar á meðal að vindkljúf að framan, sílsa úr koltrefjum, innfelld hurðarhandföng og lokuð op að aftan þar sem búast mætti við krómuðum útblástursrörum. Bíllinn fær einnig vindskeið sem hækkar sjálfkrafa við 120 km/klst og lækkar þegar hraðinn kemur niður í 80 km/klst.

Áhrif frá Tesla að innan

Þegar inn er komið blasir við kunnuglegur snertiskjár úr Tesla og loftopin eru frá Mercedes-Benz. Aviar bætti við þriggja pílára stýrishjóli og hannaði R67 sem tveggja sæta.

Næstum allt undir yfirborði bílsins kemur beint frá Tesla, þar á meðal rafmótorarnir tveir (einn á hvorum öxli), aðlagandi loftfjöðrun, Wi-Fi tenging um borð, sex loftpúðar, spyrnustýring og meira að segja sjálfstæðri akstursaðstoð. „Autopilot“ frá fyrirtækinu í Kaliforníu. Aviar vitnar í 2,2 sekúndna spretti frá núlli í 100 km/klst, 250 k/klst hraða og 840 hestafla afköst.

image

Til viðbótar benti fyrirtækið á að R67 er búinn ytra hljóðkerfi sem að eigin sögn "hermir eftir notkun hinnar klassísku V8-vélar."

image

Koltrefjar létta bílinn

image

Notkun koltrefja minnkar þyngd bílsins, 100 kílówatt klukkustunda litíumjónarafhlöður, og útkoman er þynd á R67 sem nemur um 2.600 kg. Fyrir samhengið má nefna að bíllinn er um það bil 72 kílóum léttari en Model S P100D, en 630 kg þyngri en Mustang fastback frá 1967, búin 302 rúmmetra tommu V8-vél.

image
image

Eina talan sem Aviar hefur ekki sent frá sér er sú sem venjulega er sögð með dollaramerki. R67 er að því sem virðist stefnt að framleiðslu, þó vissulega verði hann ekki fjöldaframleiddur, en Autoblog veit ekki ennþá hvað bíllinn mun kosta.

Autoblog náði sambandi við fyrirtækisið til að fá frekari upplýsingar og segjast að þeir muni uppfæra þessa sögu ef þeir fái meira að vita.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is