Mercedes sýnir innréttingu EQE sportjeppans fyrir frumsýninguna 16. október

Mercedes-Benz hefur birt myndir af fullrafmagnaða sportjeppanum, sem verður með „hyperanalogue“ þema með mælaborði úr gleri í fullri breidd.

Innréttingin í komandi rafknúnum Mercedes-Benz EQE jepplingi verður með „hyperanalogue“ þema (eða „ofur hliðstætt útlit“), með stafrænum framsetningum á kringlóttum mælum sem eru settir inn á glerskjá sem spannar breidd stjórnklefans.

image

EQE jeppinn notar MBUX „Hyperscreen“ tækni Mercedes, með einni glerplötu sem nær yfir þrjá aðskilda skjái sem spanna breidd mælaborðsins.

Stóri sportjeppinn verður byggður á sama EVA2 grunni og framboð stærri rafbíla vörumerkisins, EQS fólksbíllinn og jepplingurinn, og EQE fólksbíllinn, sem kom á markað á þessu ári.

Á bak við MBUX Hyperscreen í fullri breidd eru aðskildir stafrænir skjáir sem virðast renna óaðfinnanlega saman, þar á meðal mælaborðið, miðlægi snertiskjárinn og annar fyrir farþega í framsæti.

„Fljótandi“ miðjustokkur eða stjórnborð á milli framsætanna er með „opna“ geymslu.

image

EQE sportjeppinn mun hafa sæti fyrir fimm en stærri EQS sportjeppinn hefur pláss fyrir sjö farþega.

Mercedes gaf ekki út neinar nánari tæknilýsingar fyrir sportjeppaútgáfu af EQE, sem verður fyrst aðeins fáanlegur með afturhjóladrifi, en síðar verða 4Matic útgáfur með rafmótor sem knýr framhjólin. EQE fólksbíllinn er með 90 kílóvattstunda rafhlöðu og drægni allt að 640 km, allt eftir útfærslu.

(frétt á vef Automotive News Europe – myndir Mercedes)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is