Fálki olli umferðarteppu á Skúlagötu

Kunnur skákmaður og lögfræðingur bílaleigu í bænum stóðu sig með prýði þegar þeim tókst að handsama fálka sem fékk sér síðbúinn hádegisverð í fjöruborðinu við Skúlagötuna. Skapaðist umferðarteppa hin mesta vegna fálkans.

image

„Í gær skömmu eftir hádegi vakti það athygli manna, sem leið áttu um Skúlagötuna við sænsk-íslenzka frystihúsið að í fjöruborðinu sat fálki að síðbúnum hádegisverði og kroppaði þar í rytu, sem honum hafði áskotnazt.“

Nei, lesendur góðir, við höfum ekki tekið upp bókstafinn „Z“ aftur. Þetta er beint upp úr Vísi frá 7. desember 1965. Þá olli fálki nokkru fjaðrafoki, eða öllu heldur umferðarteppu og lét hvorki mannfólk né rottur ónáða sig þar sem hann fékk sér í gogginn. Segir enn fremur í þessari frétt sem birtist á forsíðu blaðsins þann daginn:  

Að lokum flaug hann þó upp og var greinilegt að hann var veikur, því vængjatökin voru svo slöpp, og á Skúlagötunni tókst Braga Sigurðssyni, lögfræðingi hjá Bílaleigunni Bíllinn, að handsama fuglinn, enda snar maður svo af ber.

Reyndi ránfuglinn að höggva til Braga. en hann sá þó alltaf við atlögum hans. Kom í ljós að fálkinn hafði særzt mjög mikið, hefur Iíklega flogið á símalínu eða annað þess háttar. Lögreglumenn komu siðan og tóku við fuglinum og endaði hann á Náttúrugripasafninu hjá dr. Finni Guðmundssyni og þar var þessi ungi en tignarlegi fugl svæfður svefhinum langa, því hann hafði verið helsærður og útilokað græða holsár hans,“ sagði í fréttinni á forsíðu Vísis fyrir að verða 57 árum síðan.

image

Bílaleigan Bíllinn auglýsti töluvert í blöðunum á þessum tíma. Þessi auglýsing birtist árið 1964.

Veitið athygli að í myndatextanum hér fyrir neðan er tekið fram hver faðir lögregluþjónsins er og það einnig tekið fram að lögregluþjónninn sé kunnur skákmaður:

image

Úr Tímanum 7. desember 1965

Annað tengt árinu 1965:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is