EV9 stóri rafmagnsjeppinn frá Kia verður frumsýndur árið 2023

Sjö sæta Kia EV9 verður flaggskip rafmagnsbíla kóreska vörumerkisins

Við höfum áður séð ýmislegt á bílavefsíðum um væntanlegan Kia EV9, en þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum opinberar myndir frá Kia af þessum nýja rafmagnsjeppa.

Kóreska fyrirtækið hefur einnig opinberað að EV9 verði frumsýndur í ársbyrjun 2023, en búist er við að hann komi á markað í Evrópu síðar á næsta ári.

Fjölskylduvæna flaggskipið EV9 Sást fyrst í hugmyndaformi á bílasýningunni í LA í fyrra og það lítur út fyrir að flest kassalaga hlutföll hugmyndabílsins verði flutt yfir á fullunna gerð.

image

Að framan má greinilega sjá einkennandi hönnun Kia, en grillið verður algjörlega lokað fyrir þessa rafbílategund. Það er líka minna grill þar fyrir neðan með þunnum lóðréttum LED framljósalistum til hvorrar hliðar.

image

Hliðarsniðið sýnir að EV9 er frekar lækkaður frá hugmyndabílnum. Þessar breytingar munu án efa hafa komið til vegna loftaflfræði til að hámarka drægni. Til viðbótar munu breiðir hjólbogar og kantaðir hliðarspglar (ekki afturvísandi myndavélar eins og á hugmyndabílnum) hjálpa EV9 að skera sig úr fjölda annarra stærri sportjeppa. Hurðarhandföngin falla að yfirbyggingunni til að auka loftaflfræðilega skilvirkni EV9.

„Þríhyrningslaga lofthönnun“ 22 tommu hjóla Concept EV9 hefur verið skipt út fyrir minna sett af felgum þegar kemur að framleiðslutilbúnu líkaninu.

image

Þessar myndir voru teknar á alþjóðlegu Namyang rannsóknar- og þróunarstöð Kia í Kóreu og varpa þær ljósi á nokkrar af þeim prófunum sem EV9 gengst nú undir.

Við höfum ekki séð inn í EV9 ennþá, en búast má við innblæstri frá hugmyndabílnum.

Breytilegt innanrými

Í Concept EV9 getur farþegarýmið í raun breytt skipulagi sínu eftir því hver af þremur stillingum hans er valin.

„Enjoy Mode“ lætur allar þrjár sætaraðirnar snúa að afturhleranum, sem opnast til að gefa farþegum „tækifæri til að tengjast ytra umhverfi“.

Þó að líkur séu á að hætt verði við að láta sætin snúast í bílnum, má reikna með að það verði úrval af stillingum til að breyta tilfinningu farþegarýmisins.

Stærri en Kia Sorrento

EV9 er 4.930 mm langur, 2.055 mm á breidd og 1.790 mm á hæð, stærri en Sorento sportjeppinn. Ekki er reiknað er með að EV9 muni víkja of mikið frá hugmyndabílnum.

Rétt eins og Ioniq 7 sem er væntanlegur árið 2023, mun EV9 byggjast á einingamiðuðum E-GMP grunninum. Þetta þýðir að við gætum séð 77,4kWh rafhlöðu EV6 í EV9.

EV6 er með hámarksdrægni upp á 528 km, svo búast má við aðeins minni drægni í EV9 vegna stærðar og þyngdar ef þessi pakki er fluttur í Kia EV9. Auðvitað gæti Kia stækkað rafhlöðuna fyrir þessa stærri, þyngri og minna loftaflfræðilegu gerð, með stærra hjólhafi sem gefur svigrúm til þess í framtíðinni.

Concept EV9 er kjarninn í áætlun Kia um að „sjálfbærar hreyfanleikalausnir“.

Það miðar að því að ná kolefnishlutleysi í allri virðiskeðju fyrirtækisins fyrir árið 2045 - með flutningum, framleiðslu ökutækja, notkun þeirra og förgun.

(byggt á grein á vef Auto Express – Myndir: Kia)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is