Nýr 2021 árgerð Volkswagen Transporter T7 sást án dulbúnings

    • Auto Express sýndi á dögunum myndir af næstu kynslóð Volkswagen Transporter T7 án dularbúnings, en áætlað er að frumsýna bílinn formlega á næsta ári

Njósnaljósmyndarar Auto Express hafa náð myndum af næstu kynslóð nýja Volkswagen Transporter T7 algerlega án dularklæða, ef svo má að orði komast, og myndirnar gefa okkur bestu sýn enn sem komið er á hönnun nýja sendibílsins. Næsta kynslóð bílsins verður til sölu á næsta ári, bæði sem sendibíll og í farþegaútgáfu, og mun veita bílum eins og Ford Transit, Mercedes Sprinter og Vauxhall / Opel Vivaro samkeppni.

image

Hér má sjá nýja bílinn sem er væntanlegur á næsta ári og fyrir aftan er einn af sjöttu kynslóð Transporter – munurinn er vel sýnilegur hér.

Útlit Transporter T7 er þróun á fráfarandi gerð, að vísu með nokkrum hönnunaráhrifum sem koma frá nýjustu gerðum fólksbifreiða frá Volkswagen. Helstu breytingar frá fyrri gerðinni fela í sér aðeins meira rúnnuð horn, meira af gleri og aðeins lægri gluggalínu - en grunnformið er ekki of langt frá T6.

image

Volkswagen hefur gefið framenda bílsins smá breytingar, þó að hönnunin sé í takt við núverandi framboð hlaðbaka og sportjeppa. Þannig að LED aðalljósin, útlínur stuðara og grill líkja eftir áttundu kynslóð Golf en framljós sendibílsins minna á ljósin sem eru á rafbílnum ID.3.

image

Auto Express segir að fyrri njósnamyndir þeirra hafi bent til þess að næsta kynslóð Transporter muni einnig fá drifrás með tengitvinntækni. Aðaltilvísunin á þetta var auka hurð fyrir áfyllingu á fremri enda bílsins hægra megin, auk venjulegrar hurðar fyrir áfyllingu eldsneytis að aftan, sem felur hleðslutengi kerfisins.

image

Myndirnar voru einnig sterk vísbending um orðróm um að hinn nýi Transporter muni verða færður á hinn nýja MQB-grunn Volkswagen. Allar núverandi PHEV gerðir fyrirtækisins eru byggðar á þessum grunni - og ólíklegt er að Volkswagen muni þróa nýjan undirvagn fyrir tæknina í Transporter, vegna mikils þróunarkostnaðar.

Restin af vélsviði Transporter verður með kunnuglegu úrvali frá Volkswagen samstæðunni, svo sem túrbó 2,0 lítra fjögurra strokka dísilvél, sem notuð eru í bílum eins og Tiguan og SEAT Ateca sportjeppum. Eins og T6.1-gerðin, ætti að bjóða þessa nýju gerð bæði með fram- eða fjórhjóladrifi.

Fyrri kynslóð Transporter T6.1 var einnig fáanleg með rafmagnsdrifrás sem var þróuð í samvinnu við þýska fyrirtækið ABT. Kerfið samanstendur af 109 hestafla rafmótor og 37,3 kWh rafhlöðupakka sem gefur allt að 133 kílómetra aksturssvið. Sem slík er rafmagnsútgáfa af nýja T7 líkleg á líftíma sendiferðabílsins.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is