Dólgar í Denver gerðu óskunda

Ekki nóg með heimurinn hafi glatað 85 nýjum Lamborghini þegar bílaflutningaskipið Felicity Ace brann og sökk, heldur eru menn að stúta bílum í fíflagangi með tilheyrandi hættu og hörmungum. Hér er stutt saga af tveimur Lamborghini-slátrurum.  

image

Af stað þustu ökuflónin á grænu ljósi; annar missti stjórn á sínum Huracán sem þvældist fyrir hinum og í sameiningu tóku þeir þriðja bílinn (ekki Lambó) með sér svo úr varð ein allsherjarklessa.

Það voru því hæg heimatökin hjá slökkviliðinu að slökkva í logandi bílunum en sjaldnast er komið með eldsmatinn til þeirra á stöðina. Enginn slasaðist, sem er í sjálfu sér ótrúlegt miðað við myndir af vettvangi.

image

Nú eru mennirnir orðnir frægir fyrir flónskuna en þeir Hunter Hinson (28 ára) og Alexis Doyal (32 ára) voru handteknir og þá kom auðvitað fleira í ljós: Fíkniefni, ótryggð ökutæki, vopn, og ég veit ekki hvað og hvað.

Þessu tengt: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is