Ford Mustang sem fjögurra dyra?

Á bílasýningunni í Detroit kynnti Ford nýja kynslóð Mustang, eins og við höfum þegar sagt frá hér á vefnum okkar. En það eru til teikningar sem sýna nú fjögurra dyra útgáfu af bílnum.

image

Svo er til önnur Mustang útgáfa fyrir utan coupe, blæjubíl og Dark Horse gerðir? Teikning hér að ofan eftir Christopher Stevens hönnuð hjá Ford sýnir fjögurra dyra fólksbifreið í coupé-formi.

Styttri hurðir

Dökkt áfast þak leynir lengd bílsins. Sutt afturhurðin nær langt inn í afturþakhlutann og er með hurðarhandfangi, nánast á afturbrettinu. Framhurðin virðist líka styttri. Að öðru leyti samsvarar útlitinu að mestu útliti nýju tveggja dyra gerðinnar.

Hinsvegar nær gluggaröndin aðeins lengra í átt að aftan og C-bitinn virðist fínlegri.

Teikningin er hluti af skissum sem sýna mismunandi stig hönnunarinnar - þar á meðal coupé útgáfu sem minnir sláandi á C hönnun Bugatti.

Kannski vildi Ford líka prófa hversu vandlega við skoðum hönnunartillögurnar, segja þeir hjá Auto Motor und Sport.

Ford sendi frá sér hönnunarteikningar við kynningu á Mustang. Þar á meðal mynd af fjögurra dyra Mustang með verulega styttri hurðum og þaki í andstæðum lit. Við vitum ekki hvort það verður nokkurn tímann Mustang sem fjögurra dyra coupe - Ford hefur svo sem áður hugsað slíkan bíl. Við gætum hins vegar alveg fabúlerað með það hvernig slík útgáfa myndi líta út.

image
image
image

(frétt á vef Auto Motor und Sport)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is