Rafmagnaður Benz-jeppi mun koma!

Stjóri Mercedes segir að rafmagns G-Class sé á réttri leið fyrir árið 2024

EQG verður brátt að veruleika

Óskir Arnold Schwarzenegger munu rætast og það áður en langt um líður. Formaður Mercedes, Ola Källenius, sagði í hringborðsumræðum fyrir skemmstu að rafknúinn G-Class sé væntanlegur á markað um mitt árið 2024 eða seint það ár. Og af lýsingu Källenius hljómar það eins og það sé stórgaman að aka svona bíl.

Källenius sagðist hafa farið í bíltúr í frumgerð seint á síðasta hausti og það hafi líklega verið það skemmtilegasta sem hann gerði það árið.

Hann prófaði bílinn í prófunaraðstöðu Mercedes í Graz, Austurríki, þar sem G-Class bílar með brunavél eru jafnan reyndir við ýmsar aðstæður; torfærur, vaðdýpi o.s.frv. Miðað við lýsingu Källenius er hann sannfærður: „Héðan í frá er það rafmagns.”

image

Þetta er mikil breyting frá því fyrir nokkrum árum, þegar örlög G-Class lágu í loftinu.

„Áður fyrr voru umræður um hvort við ættum að hætta með þennan bíl. Eins og ég sé hlutina núna myndi ég segja að síðasti Mercedes-bíllinn sem verður smíðaður verði G-Class,“ sagði Källenius í ræðu árið 2019.

Forsendan liggur í því að hætta með brunavél í GöClass enda er stefnan að allir bílar Mercedes verði alrafmagnaðir árið 2030. Við vitum ekki ennþá hvort G mun fylgja nafnafyrikomulagi annarra rafbíla Mercedes, sem myndi líklega gera hann að EQG.

image

Þegar Källenius var fyrst spurður um tímasetningu, sagði hann fyrst að rafknúni jeppinn væri „bráðum að koma í kvikmyndahús nálægt þér“.

(frétt á vef Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is