Nýr uppfærður Hyundai i30 N í prófunum á Nürburgring

    • Nýr Hyundai i30 N í reynsluakstri á Nürburgring áður en áætlað er að frumsýna hann síðar á þessu ári

Njósnaljósmyndarar Auto Express hafa séð uppfærðan Hyundai i30 N aftur - að þessu sinni klæddan í mun minna af felulitum. Þessi bíll mun fylgja uppfærðu stöðluðu gerð Hyundai i30 inn í sýningarsalina síðar á þessu ári og hann verður með úrval af vélrænum og útlitslegum endurbótum sem munu gera sitt til að halda samkeppni við nýju áttundu kynslóð Volkswagen Golf GTI.

image

Nýi Hyundai i30 N mun koma með megnið af útlitsuppfærslum sínum frá nýlega endurskoðuðu stöðluðu gerðinni.

image

Endurskoðun verður takmörkuð við felulögð svæði á þessum tilraunabíl, þar sem nýja gerðin fær nýja ljósasamstæðu að framan og aftan, nýja stuðara, nýjar álfelgur, tvöfaldan útblástur með stærra opi og endurhannað grill.

image

Eins og fráfarandi gerð mun uppfærði i30 N vera knúinn túrbó 2,0 lítra fjögurra strokka bensínvél. Auto Express gerir þó ekki ráð fyrir auknum krafti en 271 hö og 378 Nm.

Sem slíkt verða afkastatölur bílsins óbreyttar. Tíminn ætti að vera enn 0–100 km/klst á 6,1 sekúndum, topphraðinn mun enn vera rafrænt takmarkaður við 250 km/klst.

(grein á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is