Bílstjórarnir sem ættu að taka strætó

Sumt fólk gerir heiminn hressilegri, tilveruna bærilegri og skammdegið styttra. Svo eru það þeir sem gera allt verra og vemmilegra. Einkum og sér í lagi verður sú annars ánægjulega „athöfn“ að aka bíl alveg stórhættuleg þegar þetta fólk er á ferðinni.

Hér eru myndir sem eru mjög lýsandi og hrollvekjandi því… já, hér er það: Fólkið sem ætti endilega að nota strætó til að komast á milli staða.

image

Hér er dæmi um aðferð sem gæti komið að gagni ef fólk vill tapa dýnu, brjóta eins og eitt bein eða tvö og klessa bílinn – allt á sama tíma.

image

Lúðrasveitin sagði nei og þá fór hann með lúður (jájá, lúður er stundum samheiti yfir öll málmblásturshljóðfæri) út í sveit.

image

Og þeir eru fleiri...

image

Gítareigandi undir stýri

image

Jólasveinninn á líka bíl...

image

Það er kannski ekki auðvelt að sjá það en maðurinn á myndinni fyrir neðan er að aka og senda sms en til að sjá hvað hann er að skrifa hefur hann gripið STÆKKUNARGLERIÐ!

image
image

Lestrarhestar og hestöfl:

image
image
image
image

Fleiri tónlistarbílstjórar:

image

„Spilað´og söng!“

image
image

Og svo eru það þeir sem borða og aka:

image
image
image
image

Að ógleymdu fólkinu sem vill „nýta“ tímann:

image
image
image
image
image

Myndirnar eru héðan og þaðan en aðallega þaðan og margnotaðar. Svokölluð endurnýting.

Í svipuðum dúr: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is