VW sýnir ID7 fólksbíl með „upplýstum“ felulitum

Búist er við að ID7, áður þekktur sem ID Aero, komi í sölu á næsta ári með bestu drægni á rafhlöðu frá vörumerkinu.

Þessa daga eru að hefjast tvær stóra sýningar sem snerta bílaheiminn.

Fólksbíllinn, sem er í Passat-stærð, mun koma í sölu á næsta ári með það sem búist er við að verði besta akstursdrægni á rafmagni meðal bíla VW í vaxandi fjölskyldu rafhlöðubíla.

image

Með ID7 er VW að auka ID rafbílaframboð sitt í flokki meðalstærðar fólksbíla.

Bíllinn sem sýndur er á CES í þessari viku er útgáfa sem miðar að framleiðslu.

image

VW sagði að ID7 verði með 15 tommu upplýsinga- og afþreyingarskjá með „nýja skjáhugmynd“ ásamt stafrænt stýrðum sjálfvirkum loftopum og skynvæddu loftræstikerfi sem getur greint ökumann sem nálgast bílinn með lyklinum sínum og byrjað að forkæla eða forhita farþegarýmið eftir þörfum.

Loftopin hreyfast svo til að kæla farþegarýmið sem best samkvæmt leiðbeiningum og beina lofti beint að farþegum eða annars staðar.

image
image

Til að vekja athygli innan um öll ljósin í Las Vegas og á CES-sýningunni, hefur VW búið til feluliti fyrir ID7 sem notar leiðandi og einangrandi málningarlög til að láta mismunandi svæði ökutækisins lýsa upp eftir þörfum.

40 lög af málningu

Raflýsandi málningin og raflögnin, sem bæta um 32 kg við sýningarbílinn, þurftu 40 lög af málningu, sögðu verkfræðingar við Automotive News fyrir bílasýninguna í Los Angeles í nóvember.

image

ID7 er með 15 tommu skjá með nýja skjáhugmynd og auk þess skjá til að varpa upp upplýsingu í sjónlínu ökumannsins.

image

Yfirbyggingu ID7 er skipt í 22 svæði sem hægt er að kveikja eða slökkva á hverju fyrir sig, sem gerir kleift að birta ljósasýningu.

Að auki beina QR kóðar sem eru felldir inn í felulitinn notendum á vefsíðu sem veitir frekari upplýsingar um ID7.

image

Stutt yfirhang rafbílsins og 2970 mm hjólhaf gefa honum innréttingu sem hefur umtalsvert meira pláss en Passat.

VW upplýsti ekki um drifrásarmöguleika fyrir ID7 áður en heildarupplýsingin er væntanleg í mars.

image

Felulitur ID7 notar leiðandi og einangrandi málningarlög til að láta mismunandi hluta ökutækisins kvikna eftir þörfum.

ID7 fólksbifreiðin verður sjötti meðlimurinn í alrafmagnari fjölskyldu VW. Eins og aðrar ID-gerðir, er það byggt á MEB-eingöngu rafmagnsarkitektúr VW Group.

Vörumerki VW Group þar á meðal Audi, Skoda og Cupra hafa afhent 500.000 ökutæki byggð á MEB-grunninum.

Helstu markaðir ID7 verða Kína, Evrópa og Norður-Ameríka, sagði VW. ID7 fyrir evrópska og bandaríska markaðinn verður smíðaður í Emden verksmiðju VW í Þýskalandi og bætist við ID4 sem framleiddur er þar.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is