Stafrænar númeraplötur: Til hvers?

Í Kaliforníu hafa stafrænar númeraplötur verið til reynslu síðan 2018 og nú er reynslutímabilinu  lokið. Bíleigendum er frjálst að fá sér stafrænar plötur á ökutæki sín en stóra spurningin er: Til hvers?

image

Allar ljósmyndir eru frá Reviver.com

175.000 bíleigendum í Kaliforníu var boðið að taka þátt í þessu tilraunaverkefni árið 2018 en undirtektirnar voru ákaflega dræmar. Þátttakendur voru 10.000. Jæja, DMV (Department of Motor Vehicles) í Kaliforníu (samgöngustofa eða eitthvað í þá veru) hefur nefnt nokkra kosti við þessar stafrænu plötur og má þar helst nefna að fólk losnar við að þurfa að mæta á staðinn í eigin persónu við skráningu eða endurnýjun á númeraplötum.

image

Sé ökutæki stolið er hægt að rekja ferðir þess út frá númeraplötunum og fleira í þeim dúr hefur verið tínt til þegar spurt er um kostina við þær stafrænu.

Arizona, Texas, Michigan, Pennsylvanía og New Jersey eru þau ríki sem ef til vill munu gefa grænt ljós á númeraplöturnar stafrænu en menn spyrja sig hvort hér sé um að ræða kjánalegt tískufyrirbæri eða enn eina leið yfirvalda til að „njósna“ um ferðir fólks.

image

Undirrituð hefur ekki hugmynd og eftir að hafa lesið örlítið um þetta  til dæmis á vef eina fyrirtækisins vestra sem framleiðir slíkar númeraplötur, Reviver, hefur skilningurinn ekki aukist. Þvert á móti botna ég ekkert í þessu. En hér er frétt CBS um þessi furðulegheit:

Skemmtilegri greinar um númeraplötur:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is