Hálf milljón af núverandi S-Class framleiddir

Mercedes Benz framleiddi nýlega fimm hundruð þúsundasta W222 S-Class bílinn í verksmiðju sinni í Sindelfingen í Þýskalandi. Þó svo að framleiðandin sé á fullu við að leggja lokahönd á hinn nýja S-Class þá er W222 bílinn, eins og hann kallast á Mercedes mállýsku, enn í fullri framleiðslu og hefur verið frá 2013.

image
image
image

„Í hverri einustu af þeim 500.000 S-Class bílum er stór hluti hjarta og sálar frá öllu Sindelfingen teyminu. Margra ára reynsla og sérþekking starfsmanna okkar hafa skipt sköpum fyrir þennan árangur í framleiðslunni. Við í Mercedes- Benz Sindelfingen verksmiðjunni, erum stolt af því að vera miðstöð hæfileika fyrir úrvals- og lúxusbíla okkar,“ sagði Michael Bauer, yfirmaður framleiðslu við verksmiðjuna.

Verksmiðjan þýska er ein fárra verksmiðja í heiminum sem setja saman S-Class í dag, þrátt fyrir að Kína sé stærsti markaðurinn fyrir S-Class nú um stundir. Þriðji hver S-Class er seldur þar. Framleiðsluferlið í Sindelfingen felur í sér mikla stafrænna tækni til að gera „pappírslausa verksmiðju“ mögulega. Til dæmis eru starfsmönnum sýndar nákvæmar forskriftir hvers eintaks á skjá. Einnig styðja persónulegir smáskjáir þau í einstökum vinnuþrepum.

image
image
image

Framtíð verksmiðjunar virðist líka björt. Mercedes segir að þetta sé staðurinn þar sem gerðir úr EQ fjölskyldunni verða samsettar. Þar starfa meira en 25.000 starfsmenn og framleiðir Sindelfingen verksmiðjan E-Class í sedan og station útgáfum, CLS, S-Class (Sedan, Coupé, og Blæju), Mercedes-Maybach, Mercedes-AMG GT og GLA. Um 250 bílar rúlla af færiböndunum á degi hverjum.

image
image

Unnið úr fréttatilkynningu frá Mercedes Benz.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is