Er þessi Volvo P1800 í felulitum vísbending um endurkomu bílsins og þá með rafmagni?

Bíllinn á myndunum með þessari frétt sást fyrir utan reynsluaksturssvæði Volvo í Svíþjóð og þeir sem sjá um vefsvæðið INSIDEEVs og birtu myndirnar, eru ekki vissir um hvað er á seyði.

image

Þessi stílhreini Volvo P1800 er líklega mest áberandi tveggja dyra bíll sem nokkru sinni hefur komið frá Svíþjóð, en framleiðslu var hætt 1973. Hvað er bíllinn að gera fyrir utan reynsluaksturssvæði Volvo í Hällered nálægt Gautaborg, íklæddur felulitum og með frekar áhugaverðar breytingar.

Vefurinn fékk myndirnar frá áköfum aðdáanda Volvo sem benti einnig á ýmislegt sem er breytt á þessum tiltekna bíl.

image

Í fyrsta lagi er bíllinn greinilega með útvíkkuð bretti til að rúma stærri felgur og dekk. Svo vantar alveg allt sem gætu verið púströr - það hefur verið stungið uppá því að þessi P1800 gæti verið einhverskonar breyting frá verksmiðju og búið að breyta í rafbíl, en af hverju ætti Volvo gera eitthvað svoleiðis?

Verður þessi P1800 með Polestar 2 drifrás?

Þetta gæti þýtt að þetta sé í raun Polestar verkefni, ekki eitthvað sem Volvo er að gera. Óháð því, er 60 ára afmæli P1800 að koma upp á næsta ári og þetta verkefni gæti verið leið Volvo til að halda upp á afmæli bílsins.

(byggt á vef INSIDEEVs)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is