Ný opin útgáfa af Aygo X

Ný Toyota Aygo X Air Edition með opnanlegum tautoppi kynntur

Aftur hægt að aka með opinn topp í minnsta bíl Toyota með nýjum Aygo X Air Edition

Toyota hefur „opnað lokið” á Aygo X Air Edition, sérútgáfu af litla borgarbílnum sem er með rúlluþaki sem staðalbúnað. Samkvæmt frétt á vef Auto Express geta viðskiptavinir á Bretlandi pantað þessa gerð af Aygo X í takmörkuðum fjölda og eingöngu á netinu á verði frá 19.045 pundum eða sem svarar kr. 1.668.675 á gengi dagsins.

Okkur fannst þetta skemmtileg útgáfa af Ayogo X svo við látum þetta fylgja með hér á vefnum okkar.

Air Edition er ekki fyrsti bíllinn sem við sjáum rafdrifið útdraganlegt þak á Aygo, en fyrri kynslóð bílsins bauð upp á þetta á árinu 2015. Þó að þessi útgáfa af bílnum sitji efst í Aygo X línunni er Air Edition byggð á Edge-gerðinni sem í raun er í miðju framboðsins. Þetta þýðir að það er átta tommu skjár með Apple CarPlay og Android Auto tengingu, USB tengi, sjálfvirkar þurrkur, raddgreiningu, bakkmyndavél og bílastæðaskynjarar að framan og aftan sem staðalbúnaður.

Toyota Aygo X Air Edition er fáanlegur í fjórum mismunandi litum- Juniper Blue, Chilli Red, Ginger Beige og Cardamom Green.

Ginger Beige er hér efst á vefnum en hinir þrír koma svo hér að neðan.

image
image
image

Toyota hefur einnig látið Air Edition fá nokkrar útlitsbreytingar. Það eru 18 tommu mattsvartar álfelgur og framstuðari, hliðarsílsaáfellur og hjólbogar eru í öðrum lit en bíllinn sjálfur. Þetta hönnunarþema heldur áfram í innréttinguna með áherslum sem birtast á sætum, sílsaáfellum, stýri, gírstöng og miðjustokknum.

Air Edition gerðin bætir einnig við fjölda öryggis- og ökumannsaðstoðarkerfa, svo sem viðvörun fyrir hættu á árekstri, stýrisaðstoð, aðlagandi hraðastilli, akreinaaðstoð og umferðarmerkjagreiningu.

Eins og restin af Aygo X línunni kemur Air Edition með 71 hestafla, 1,0 lítra þriggja strokka vél. Það er líka fimm gíra beinskiptur gírkassi eða sjálfvirk CVT-skipting - sá síðarnefndi hækkar verðið upp í 20.225 pund. CVT lækkar einnig tímann í 0 til 100 km/klst um 0,1 sekúndu í 14,8.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is