Svíar hætta að niðurgreiða rafbíla

Svíþjóð nær grænu markmiði - hættir niðurgreiðslum á rafbílum án viðvörunar

Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur tilkynnt að frá og með þriðjudeginum 8. nóvember, muni stjórnvöld ekki lengur hvetja til kaupa á rafknúnum ökutækjum.

Ákvörðunin var tilkynnt 7. nóvember og tók gildi strax næsta dag, 8. nóvember.

Svipaðri stefnu hefur verið fylgt í öðrum Evrópulöndum þar sem hlutfall rafbílakaupa hefur aukist hratt undanfarna mánuði.

Sambærilegur kostnaður

„Kostnaðurinn við að eiga og keyra loftslagsbónusbíl er farinn að vera sambærilegur við kostnað við að eiga og keyra bensín- eða dísilbíl.

image

Að mati sænskra yfirvalda hafa rafbílar náð jöfnuði á við bíla með hefðbundnum orkugjöfum – og því er rafbíllinn á myndinn töluvert dýrari í dag en hann var fyrir nokkrum dögum.

Þar sem mörg Evrópulönd nálgast sífellt hærri sölutölur á rafknúnum ökutækjum eru þau líka farin að minnka eða fjarlægja rafbílahvata; síðast í Þýskalandi hafa rafbílahvatningar verið skertir fyrir komandi ár.

Þess vegna eru stjórnvöld að fjarlægja hvatana.

Hingað til hafa Svíar getað fengið afslátt sem nemur um einni milljón ISK þegar þeir kaupa rafknúin farartæki, en lægri niðurfellingu vegna tvinnbíla og jarðgasbíla.

Það er enn óljóst hvernig eftirspurn eftir rafknúnum ökutækjum í Svíþjóð verður fyrir áhrifum, en margir búast við að stöðugur vöxtur rafbílamarkaðarins í Skandinavíu haldi áfram að vaxa.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is