Geðveikustu hugmyndabílar sem hafa verið búnir til – 2/4

Við höldum áfram að skoða hugmyndabíla sem voru allir allt of sérstæðir til að fara nokkru sinni í sölu

Richard Dredge hjá Autocar vefsíðunni hefur tekið saman lista yfir 55 sérstæða hugmyndabíla. Við ætlum að skipta þessu niður í fjóra hluta og ætlum að skoða núna annan skammtinn af fjórum í dag:

Citroën Karin (1980)

image

Citroën Karin var verk Trevor Fiore (fæddur 1937), sem væntanlega hafði fengið sér of stóran skammt af Toblerone súkkulaði á þeim tímapunkti að hann teiknaði þennan frekar þríhyrningslaga hugmyndabíl.

IAD Alien (1986)

image

Þó að Alien-bíllinn (geimveran) hafi verið frávik frá venjunni, þá var lykiltæknin sem bíllinn forsýndi dauðadæmd frá upphafi - tæknin þar sem hægt er að taka aflgjafann frá.

Italdesign Machimoto (1986)

image

Milli bíls og mótorhjóls, Machimoto var ætlað að vera með ódýran flutningsmáta fyrir allt að níu manns í þróunarlöndum - greinilega var ekki búist við að þægindi og öryggi væru of hátt á dagskrá.

Peugeot Proxima (1986)

image

Árið 1986 var hraðskreiðasti og glæsilegasti Peugeot sem hægt var að kaupa túrbó 205 með fjórhjóladrifi. Verksmiðjur fyrirtækisins bjuggu til 309, 504 og 604, en samt hafði fyirtækið þá áræðni sýna bíla eins og 2.8 V6 Proxima með tvítúrbó, sem pakkaði 600 saman hestöflum og fjórhjóladrifi (að hluta).

Chrysler Voyager III (1990)

image

Hér var hugmynd aðskilin frá raunveruleikanum. Hönnunarteymi Chrysler kom með þriggja sæta borgarbíl sem hægt var að tengja við sérstakan aftari „belg“ sem gerir Voyager III kleift að verða átta sæta fólksbíll. Hversu handhægt – eða hvað?

Italdesign Columbus (1992)

image

Lúxus smárúta knúin V12 vél hljómar eins og eitthvað mjög svo ágætt, en þegar þú pakkar honum inn í yfirbyggingu sem lítur út eins og flugvél eða þota sem hrapaði á fólksflutningabíl, þá er hann skyndilega ekki svo góður…

Renault Zoom (1992)

image

Borgarbílar eru oft aðlaðandi vegna lágs verðs, sem næst oft með því að halda flækjustiginu í lágmarki. Það var greinilega enginn að segja Renault frá þessu, því í tengslum við Matra framleiddi franska sérsmíðafyrirtækið ef til vill flóknasta smábíl frá upphafi, með flókinni fjöðrun að aftan sem gerði kleift að breyta hjólhafi hans eftir aðstæðum. Einmitt það sem heimurinn þurfti – eða þannig!.

Mitsubishi ESR (1993)

image

Hugmynd Mitsubishi um vistfræðilegar vísindarannsóknir var tilraun um græna tækni. Allt mjög lofsvert, en hvers vegna ætti einhver bíll að vera svona ljótur? Að framan leit ESR allt í lagi út, en frá öllum öðrum sjónarhornum var þetta hörmulegt klúður - hönnuðirnir völdu upphaflega hönnun með einum kassa, breyttu síðan um skoðun og breyttu í allt annan afturenda.

Renault Racoon (1993)

image

Taktu þyrlu, fjarlægðu þyrluspaðana og settu síðan hjólasett sem er fest með flóknasta fjöðrunarkerfi sem hægt er að hugsa sér – og þú hefur Renault Racoon, sem svaraði spurningu sem enginn hafði nokkurn tíma spurt.

Toyota Raum (1993)

image

Toyota lýsti því yfir sem „hagnýt tilboð fyrir næstu kynslóð fjölskyldubíls“ – en sem betur fer reyndist þessi spá ónákvæm. Á tíunda áratugnum kom fram fullt af bílum í ekki svo góðum hlutföllum og gleymdust fljótt, en jafnvel þeir verstu voru sjaldan eins slæmir og þessi. Með fáránlega slæmri hlutfallslegri miðjulínu leit Raum út eins og gullfiskaskál á hjólum.

Dodge Neon Expresso (1994)

image

Expresso leit út eins og eitthvað sem ekið var beint út úr teiknimynd, með furðulegum sveigjum alls staðar, frá yfirbyggingu til glugga. Með hönnun sem var innblásin af „stórborgarleigubílum“ var Expresso talinn vera endurhönnun fjölskylduleigubílsins – en Dodge hélt því fram að „hugmyndin væri byggð á vettvangi hins skemmtilega Neon“. En þetta var hugmynabíll sem hafði engan trúverðugleika.

Ford Indigo (1996)

image

Indigo bauð ekki einu sinni minnsta skammt af raunveruleikanum. Kappakstursbíll fyrir vegina, það var engin veðurvörn, hvergi hægt að geyma farangur og 6 lítra V12 sem sat fyrir aftan höfuð farþeganna til að gefa 290 km/klst hámarkshraða.

Italdesign Formula 4 (1996)

image

Italdesign lagði af stað með góðan ásetning hér - að búa til sportbíl á viðráðanlegu verði fyrir unga ökumenn. Svo synd að þetta var niðurstaðan; hræðileg blanda af gömlu og nýju sem var óhagkvæmt og voðalega tilgerðarlegt.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is