Myndir af SsangYong Korando jeppanum sem eingöngu notar rafmagn birtar

    • SsangYong hefur byrjað kynningu á rafmagnsútgáfu Korando, sem mun fara í sölu snemma árs 2021 með væntanlega 320 kílómetra aksturssvið

SsangYong hefur sent frá sér kynningarmyndir sem sýna rafmagnsútgáfu af Korando jeppanum, sem verður fyrsta rafknúna ökutæki fyrirtækisins þegar bíllinn fer í sölu árið 2021.

image

Þegar bíllinn kemur markað, mun hann samkvæmt því sem kemur fram á bílavefsíðum, bjóða upp á verðsamkeppni við bíla eins og Hyundai Kona Electric, Kia e-Niro og komandi Dacia Spring Electric.

image

Hins vegar, til að aðskilja rafbílinn frá bensín- og rafmagnsbílunum á viðeigandi hátt, mun SsangYong búa rafbílinn með mýkri framstuðara, ásamt lokuðu grilli og endurstaðsetningu á þokuljóskerum - sem allt ætti að hjálpa til við að bæta við nokkrum kílómetrum við akstursdrægni frá rafgeymi rafbílsins.

Korando rafjeppinn verður knúinn af einum rafmótor sem framleiðir 188 hestöfl - eða 27 hestöflum meira en túrbó 1,5 lítra bensínvélin sem er í núverandi flaggskipi fyrirtækisins. Eins og með marga rafbíla á þessum markaði, verður hámarkshraðinn takmarkaður við 150 km/klst. til að takmarka rafhlöðunotkunina.

Reiknað er með bílnum í sölu í apríl á næsta ári.

SsangYong mun halda áfram að rafvæða Korando-bílana á næstu árum, með mildum blendingi með dísilvél á árinu 2022 í framhaldi af þessum rafjeppa sem aðeins notar rafmagn.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is