Mercedes sagt ætla að hætta nota EQ merkið á rafbílum sínum

Ávörðunin endurspeglar áherslur forstjórans Ola Kallenius á rafbíla, þar sem bílaframleiðandinn hverfur frá bílum með brunahreyfla.

BERLIN – Samkvæmt frátt Reuters fréttastofunnar mun Mercedes-Benz ætla að falla frá EQ merkinu sem það notar fyrir rafbíla, sagði þýskt viðskiptablað.

image

EQS jeppinn er nýjasti meðlimurinn í EQ línunni, og var frumsýndur hjá Öskju á fimmtudagskvöldið og formleg frumsýning fyrir almenning í dag laugardag.

Mercedes notar EQ nafnið fyrir rafknúna bíla og tvinnrafmagnsbíla.

Mercedes mun falla frá EQ merkinu þegar það kynnir nýja kynslóð rafbíla frá árslokum 2024, sagði Handelsblatt.

Mercedes svaraði ekki strax beiðni Automotive News Europe um athugasemd

(Automotive News Europe og Reuters)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is