Alrafmagnaður Suzuki eVX á leiðinni

Nýr Suzuki eVX hugmyndabíll vísar til fyrsta alrafmagnaða bíls fyrirtækisins

Suzuki segir að framleiðsluútgáfa af rafmagnaða hugmyndabílnum muni koma árið 2025

Suzuki hefur gefið okkur fyrstu innsýn í fyrsta fullrafmagnaða bílinn sinn.

Suzuki eVX hugmyndabíllinn var frumsýndur á Auto Expo 2023 í Delhi á Indlandi og miðar að því að sameina „sterkt 4x4 DNA við háþróaða eiginleika nýjustu rafmagnsbílanna sem aðeins nota rafhlöður“, að sögn Suzuki.

Hann vísar leiðinni í átt að nýjum rafmagnsframleiðslubíl, þeim fyrsta frá japanska vörumerkinu.

image

Opinberar upplýsingar um nýja eVX hugmyndabílinn eru ekki miklar, en Suzuki segir að með 60kWh rafhlöðu muni bílinn ná 550 kílómetrum á einni hleðslu samkvæmt indverska MIDC prófunarferlinu.

Stærðir eVX eru í stórum dráttum svipaðar og á S-Cross sportjeppanum frá Suzuki, svo búist við að hann verði samkeppnishæfur við bíla eins og MG ZS EV og Kia Niro EV þegar hann kemur á markað árið 2025.

image

Gera má ráð fyrir að samstarf Toyota og Suzuki muni hafa einhver áhrif á eVX með möguleika á að Suzuki njóti góðs af þekkingu Toyota á rafbílum og deili jafnvel hlutum úr vaxandi bZ úrvali Toyota af rafknúnum ökutækjum.

image

Þetta er ekki eina samstarfið sem Suzuki gæti notað fyrir eVX hugmyndabílinn.

Samkvæmt InMotive er einkaleyfisskylda tæknin gerð fyrir rafbíla og getur bætt drægni og hröðunarafköst um 15 prósent.

image

Þrátt fyrir að fyrsti rafbíll Toyota, bZ4X, sé sportjepplingur með tveggja hjóla eða fjórhjóladrifi með útfærslum með einn eða tvo mótora, er líklegt að tilboð Suzuki verði tveggja hjóla drifinn til að halda framleiðslukostnaði niðri.

Hönnun eVX Concept beinist meira að harðgerðum sportjeppa.

Það er nóg af köntuðu yfirborði, auk þess sem það lítur út fyrir ágætis veghæð og hjólaskálar úr plasti gefa honum torfærutilbúið útlit.

image

Við afhjúpunina sagði forseti Suzuki, Toshihiro Suzuki: "Ég er ánægður með að afhjúpa eVX, fyrsta alþjóðlega stefnumótandi rafbílinn okkar. Hjá Suzuki Group er það forgangsverkefni að takast á við hlýnun jarðar. Við erum að kynna ýmsar alþjóðlegar ráðstafanir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda“.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is