Nýr 2023 Volkswagen Tiguan fær úrval af tvinndrifrásum

Aðeins meira um næstu kynslóð Tiguan sem er væntanleg í nýrri útgáfu á árinu

Volkswagen hefur verið að prófa nýjustu Tiguan gerð sína um nokkurt skeið og nýjustu myndirnar sem Auto Express var að sýna opinbera að lokaframleiðslubíllinn er ekki langt undan.

Með yfirvofandi 2030 banni á bílum með hefðbundnum brunavélum, ásamt áherslu Volkswagen á vaxandi úrvali af rafknúnum ID-gerðum, gæti þetta jafnvel verið síðasta endurtekning á Tiguan-bílnum.

Gera má ráð fyrir að þessi nýja þriðju kynslóðar útgáfa af Tiguan muni keyra allt til ársins 2030 og það gæti verið möguleiki á að Tiguan nafnið haldi áfram sem rafbíll.

image

Eins og fyrri prófunarbílar sýnir framhlið þessa endurskoðaðs grills með lokuðum efri hluta sem gefur honum svipað andlit og ID systkini hans, en neðra grillið hefur stækkað miðað við fyrri reynslubíla til að hjálpa til við auka kælingu vélarinnar.

image

Að aftan er veruleg breyting á fjöðrun sem gæti stafað af nýju tvinnkerfi. Einnig að aftan gerum við ráð fyrir að sjá tvo einstaka afturljósaklasa frekar en LED afturljósið í fullri breidd sem VW vill hafa fyrir ID-bíla sína.

image

Ekki láta útblásturinn á afturstuðaranum plata þig -segja þeir hjá Auto Express, þetta eru ekki alvöru stútar.

image

Hinn fráfarandi Tiguan notaði stærri útgáfu af fyrri Golf MQB grunninum og það mun vera svipuð saga með nýju gerðina.

Einnig má búast við svipuðu vélarúrvali og Golf með blöndu af bensín- og TDI dísilvélum samhliða tvinngerðum.

Stærri og þyngri Tiguan mun að öllum líkindum ekki vera boðinn með 109 hestafla 1,0 lítra vélinni frá Golf, og byrjar með 148 hestafla 1,5 lítra forþjöppu bensín fjögurra strokka vél.

(grein á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is