Kemur McLaren með sportjeppa?

McLaren kannar mögulega jeppagerð, en það er enn allt óvíst

Næstum hver einasti ofurbílaframleiðandi er nú að smíða sinn eigin sportjeppa, en McLaren er enn í biðstöðu

McLaren er enn að íhuga að fara inn á jeppamarkaðinn, að sögn eins af æðstu stjórnendum vörumerkisins.

image

McLaren hefur verið að selja hluta af sögulegu safni sínu til að greiða fyrir komu Artura-gerðarinnar. Gerð sportjeppa gæti verið aðlaðandi til að koma með nýtt sjóðstreymi til að halda fyrirtækinu á floti. Mynd: McLaren

Ef McLaren sækist eftir sportjeppa er ólíklegt að það verði gert með því að fara einföldu leiðina.

Í viðtali við Autocar fyrr á þessu ári gaf Leiters til kynna að McLaren ætti að sækjast eftir gerðum í samræmi við „erfðaefni“ vörumerkisins og að það „ætti ekki að koma með klassískan jeppa“.

Í bili eru jeppahugmyndir fyrirtækisins enn á könnunarstigi, að sögn Corstorphine.

Farartæki fyrirtækisins eru glæsileg og stór kennimerki auðs og frammistöðu, eins og svo margir bílar Lamborghini sem komu á undan.

Hvort þessi sérstaða verði gerð ómerkilegri með því að framleiða jeppa munu þeir sem bera ábyrgð á framtíðarstefnu vörumerkisins íhuga vel.

(greinar á AutoSpies og TheDrive)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is