Mercedes-AMG GT kemur aftur með V8-vél

Nýr 2023 Mercedes-AMG GT sést á myndum við vetrarprófanir

Enn heldur Mercedes áfram að þróa sportbílana sina og núna náðist 2023 Mercedes AMG á mynd við vetrarprófanir. Auto Express segir frá.

Rétt eins og forveri hans verður nýi AMG GT þróaður af AMG vörumerki Mercedes og mun áfram skila afli og sportlegum eiginleikum.

Einbeittari AMG GT væri skynsamleg útkoma þar sem AMG tók mikinn þátt í nýjum, svipað stórum SL.

image

AMG GT verður enn og aftur ætlað að keppa við Porsche 911 og eins og raunin er með þann keppinaut munum við sjá margar endurtekningar á nýjum sportbíl Mercedes, undantekningin er blæjuútgáfan því Mercedes mun halda AMG GT sem coupe eingöngu til að aðgreina hann frekar frá SL.

Við höfum nú þegar séð upphafsútgáfuna, harðskeyttari GT S gerð og það sem gæti verið úrvals GT R.

Í samræmi við aðrar AMG-merktar Mercedes gerðir mun fyrsta útgáfan af nýja AMG GT líklega fá 'Edition' 1' heiti.

Nýja AMG-GT úrvalið gæti verið GT 53 með blendings sex strokka línuvél úr Mercedes AMG GT 53 4-hurða.

Eins og þegar hefur verið staðfest fyrir nýja toppbíl Mercedes, ætti E-Performance tengitvinn V8 útgáfa einnig að vera í nýju GT línunni með yfir 800 hestöfl.

Með nýja öfluga MSA grunninum sem hefur verið hannaður til að taka við 4MATIC+ fjórhjóladrifskerfi Mercedes, er líklegt að næsti AMG GT rjúfi hefðina sem fráfarandi gerðin setti og sendir kraft sinn á öll fjögur hjólin.

image

Eins og í öðrum fjórhjóladrifnum AMG gerðum mun uppsetningin bjóða upp á meiri afskipti ökumanns með því að stjórna aftiröxlinum og aðlaga breytur kerfisins eftir akstursstillingu, sem eykur snerpu og stöðugleika. Búast má við afturhjólastýri, AMG Active Ride Control aðlögunarfjöðrun og spólvörn verði líka til staðar.

Rekna má einnig með að innrétting næsta AMG GT muni einnig fá algjöra endurskoðun og hugsanlega fá þætti úr innanrými SL, þar á meðal 11,9 tommu snertiskjá.

(byggt á frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is