Ford Bronco

Ef maður opnar heimasíðu Brimborgar þá birtist manni stór mynd af Ford Bronco með myndatextanum „Goðsögnin glæsilega snýr aftur“.

Þegar menn á mínum aldri heyra, eða sjá nefndan Ford Bronco leitar hugurinn aftur ein 50-60 ár, til þess tíma þegar fyrsta kynslóð þessara bíla kom á markað.

Í tilefni þessa endurbirtum við grein um þessa goðsögn (eins og Brimborg kallar hann) og birtist hér á vefnum á sínum tíma.

image

Alveg nýr Bronco 2022.

Þegar Broncoinn kom til Íslands

Willisjeppinn, eins og við Íslendingar höfum alltaf kallað hann varð til sem stríðstól. En stríð taka enda og hann hélt lífi þar eftir sem áreiðanlegur brúkshlutur. Og eins og tilviljanir sögunnar eiga til að raðast upp átti hann stórarn þátt í einkabílisma á Íslandi.

image

Einhvern tíma á sjöunda áratugi síðustu aldar datt einhverjum hjá Ford í Ameríku í hug að ráð væri að skera sér sneið af þeim markaði sem Willisjeppinn átti eiginlega einn og út af fyrir sig á þeim tíma. Úr varð Ford Bronco.

Var markaðssetur sem “fólksbílsleg” útgáfa af Pick Up (sem Ford hefur smíðað í meira magni en nokkur annar bílaframleiðandi í veröldinni, en það er önnur saga).

Lítill og nettur jeppi, fær um að fara hvert sem hver vildi og jafnframt nógu þægilegur til að þjóna sem heimilisbíll. Og þó amerískir iðnjöfrar hafi örugglega ekki verið með Ísland í huga í sínum plönum þá smellpassaði hann inn á okkar litla markað og olli byltingu. Hafandi notað Willisjeppa sem “besta bíl í heimi” áratugum sama þá var Broncoinn bylting fyrir íslenska bíleigendur. Forverar hans, Willisjepparnir og allir þeir voru eiginlega líkari landbúnaðartækjum en einkabílum.

image

1968 seldi afi minn Willisjeppann sem hann hafði átt ég veit ekki hvað lengi og keypti Ford Bronco.

image

En: Einhvern tíma á nýliðnum vetri sat ég á rauðu ljósi við Smáralindina. Á hinni akreinini stóð gamall jeppi.

image

Fáum vikum síðar er hinn sami afastrákur í heimsókn hjá mér.

“Sko, þetta er ekki Mustang, en það er samt svona hestur á honum (Hann veit allt um Ford Mustang, veggirnir í herberginu hans eru skreyttir myndum af Mustöngunum hans afa)”.

Drengurinn er að gramsa í gömlu bílablöðunum mínum frá því ég var strákur.

image

Svo ég fór að hugsa. Þarna hafði dóttursonur minn rekist á Bronco í tvígang á skömmum tíma.

Löngu gleymdan bíl. Eða hvað? Það hlýtur að mega lesa eitthvað í þetta.  

Já, örugglega. Ford Bronco, hvort sem menn sáu það fyrir eða ekki (sem þeir gerðu örugglega ekki) er icon. Ekki bara hérlendis. Tjékkiði á E-Bay. Fyrstu kynslóðar Broncoar eru hátt verðlagðir og þykja hip og cool. Sveitajeppinn, sem færði hóflegan íburð í slíka bíla; forveri lúxusjeppans, sem alla Íslendinga hefur dreymt um æ síðan.

image

Já, litli, gamli Broncoinn er kannski ekki mikilfenglegur í nútíma samhengi, en hann lyfti jeppahugsun okkar Mörlandanna á sínum tíma. Og eins og við höfum mikið til gleymt þeim, þá eru þeir að rifjast upp sem verðmæt klassík í heimalandi sínu. Skondið hvernig tíminn vinnur.  

image

Alla vega. Þó Ford Bronco sé í eðli sínu ekkert sérstaklega merkilegur bíll í neinu tilliti þá breytti hann íslenskum bílveruleika á sínum tíma.

image

En hvað á þá hinn nýi Bronco sameiginlegt með nærri 60 ára gamalli fyrstu kynslóðinni annað en nafnið? Því mætti svara á tvo ólíka vegu: Ekki neitt nema kannski einvherjar vísanir í útliti; eða: Þetta er nákvæmlega sami hlutur í samræmi við þróun bíla síðustu hálfa öld.

Bronco dagsins í dag er mun stærri, aflmeiri og betur búinn en originallinn; svona rétt eins og hent hefur alla aðra bíla í tímans rás.

image

Honum er hins vegar ætlaður nákvæmlega sami staður í bílaflórunni: að vera öflugur torfærubíll sem getur jafnframt þjónað öllum daglegum þörfum eigandans. Auðvitað á þetta við um alla aðra alvöru jeppa, og það er kannski einmitt megin atriðið; Broncoinn er alvöru jeppi og er fyrst og fremst auglýstur sem slíkur.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is