Skortur á tölvukubbum stöðvar bílaframleiðslu

    • Ford, Audiog  Daimler draga úr framleiðslu í Þýsklandi vegna skorts á tölvukubbum

Ford Motor, Daimler og Audi eru meðal bílaframleiðenda sem líkt og Volkswagen sem hafa þurft að draga úr framleiðslu í verksmiðjum í Þýskalandi vegna skorts á tölvukubbum á heimsvísu.

Ford sagði að hætt verði við framleiðslu Focus í verksmiðjunni frá 18. janúar til 19. febrúar. „Þegar við hefjum framleiðslu á ný verður forgangsverkefni okkar að smíða ökutæki sem viðskiptavinir hafa þegar pantað,“ sagði fyrirtækið í tilkynningu með tölvupósti.

image

Ford mun setja verksmiðju sína í Saarlouis í Þýskalandi í hægagang í mánuð frá og með næstu viku vegna skorts á hálfleiðurum.

Audi mun setja starfsmenn í verksmiðjum sínum í Ingolstadt og Neckarsulm í styttri vinnudaga frá og með næstu viku til 29. janúar. Framleiðsla A4 og A5 bílanna verður fyrir áhrifum. Ástæðan er „gífurlega takmarkað framboð hálfleiðara,“ sagði Audi.

Framleiðslustöðvunin hefur ekki áhrif á framleiðslu Q2 og A3 í Ingolstadt. Þetat hefur heldur ekki áhrif á framleiðslulínur fyrir A6, A7, A8, R8 og Audi e-tron GT í Neckarsulm, sagði Audi.

Audi fækkar einnig vöktum tímabundið í verksmiðju sinni í San Jose Chiapa í Mexíkó vegna skorts á framboði á hálfleiðurum í bílana.

Daimler er einnig að draga úr framleiðslu Mercedes vegna framboðsvandamála en segist ætla að forgangsraða framleiðslu á rafbílum sínum og bílum með góða framlegð eins og S-Class.

Fyrirtækið mun draga úr framleiðslu í bílaverksmiðjum sínum í Rastatt og Bremen í Þýskalandi og í Kecskemet í Ungverjalandi.

"Við erum í nánum, daglegum samskiptum við viðskiptavini og birgja okkar um þetta og erum að vinna að því að bæta framboðið", sagði Bosch.

Þýski ljósa- og rafíhlutaframleiðandinn Hella sagðist hafa þurft að stöðva nokkrar framleiðslulínur.

Bílaframleiðendur skáru niður pantanir á örflögum þegar verksmiðjum var lokað og eftirspurnin minnkaði vegna kórónavírus í fyrra.

Iðnaðurinn sýnir batamerki en bílaframleiðendur og birgjar keppa við snjallsímaframleiðendur eins og Apple og Samsung sem hafa aukið pantanir sínar á örflögum.

(Nick Gibbs hjá Automotive News Europe, Reuters og Bloomberg)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is