Nýr Abarth 500e er fyrsti rafbíll þeirra með 152 hestöfl

Ítalska sérsmíðafyrirtækið kemur með fókus á kraft og meðhöndlun á þessum öfluga litla rafbíl sem verður til sölu í júní 2023

Ítalska sportbílamerkið Abarth hefur stigið sitt fyrsta skref inn í rafbílaheiminn með sportlegu eintaki af Fiat 500 Electric, sem á að vera sá flottasti og með mestu svörun og kraft sem komið hefur frá þeim.

image

Búinn fjölda tæknilegra uppfærslna, þar á meðal mótor með meiri svörun, kynnir Abarth 500e með 152 hö vél sem togar um 235 Nm.  Það er aukning um 35 hö og 11 Nm frá venjulega framhjóladrifna Fiat - en hann dregur afl frá sömu 42 kWh rafhlöðu og bíllinn sem Abarth-útgáfan er byggð á.

Þetta aukaspark kemur litla sportlega bílnum, sem er „kraftmikli bróðir“ 500e sem er til sölu í Þverholtinu í Mosfellsbænum, á aðeins 7,0 sekúndum frá 0-100 km/klst, 2,0 sekúndum hraðar en systkini hans - en aðeins hægari en bensínknúni 180 hestafla Abarth 695 (6,7 sekúndum).

image

Abarth segir að þessi mikla hröðun – einkenni rafbíla - hafi ekki verið beinlínis verið markmiðið, heldur hafi þeir valið betra afl á milli sviða: nýi rafbíllinn í þeirra útgáfu kemst frá 20 til 40 km/klst á aðeins einni sekúndu og frá 40 km til 56 km/klst á undir 1,5 sek.

image

Með 24 mm lengra hjólhaf og 60 mm breiðari sporvídd en Fiat, ásamt lægri þyngdarpunkti sem rafhlaðan í gólfinu gefur, lofar Abarth 500e einnig betri aksturseiginleikum en bensínsystkini hans geta boðið, með aukinni viðbragðssvörun og hærri útgönguhraða úr beygju.

image

Annar hápunktur verður bensínvélarhljóðrás bílsins þar sem hljóðkerfið hermir eftir hljóði bensínvélar, fullyrðir Abarth.

Fyrirtækið segir að „hljóð hafi alltaf verið mikilvægt“ fyrir vörumerkið sem „áberandi“ eiginleiki. Hægt er að slökkva á eiginleikanum, sem er staðalbúnaður, til að keyra hljóðlaust.

Olivier François, forstjóri bæði Fiat og Abarth, sagði: „Nýi Abarth 500e er ein mest spennandi kynningin í sögu vörumerkisins: frábær ný viðbót við Abarth línuna.

Mér finnst gaman að hugsa um þetta sem fjölskyldu, svo aðdáendahópurinn okkar mun taka þátt í hverju skrefi rafvæðingarferðar okkar.“

image

Að innan er bíllinn næstum því eins og Fiat, með venjulegu setti sem inniheldur 7,0 tommu mælaskjá, bakkmyndavél og 10,25 tommu upplýsingasnertiskjá. Toppgerðirnar fá Alcantara-klædd sportsæti og JBL hátalarakerfi.

Búist er við að Abarth 500e - sem verður fáanlegur í hlaðbaks- eða blæjugerðum, eins og 695-bíllinn - fái örlítið minni drægni frá 42kWh rafhlöðunni en Fiat systkini hans (230 km) vegna meira afls frá mótorunum - og er þar að auki ekki með „Sherpa“-stillingu sem eykur drægni, eins og hún er á Fiat 500e.

(Autocar)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is