Stórsókn Ford á SEMA

Ford kemur með heilan flota af sérsniðnum pallbílum og jeppum til SEMA

SEMA Show (Specialty Equipment Market Association eða „samtök sérbúnaðarfyrirtækja á markaði“) er fyrsta viðskiptasýningin sem ætlað er að hjálpa litlum fyrirtækjum að dafna og ná árangri. Viðburðurinn sem eingöngu snýr að viðskiptum gerir framleiðendum bílavöru kleift að sýna við hlið bílaframleiðenda til að frumsýna nýjar, nýstárlegar vörur og tengjast kaupendum í iðnaði frá öllum heimshornum.

SEMA sýningin fer fram 1. nóvember - 4. nóvember 2022 í Las Vegas ráðstefnumiðstöðinni.

Það er engin önnur viðskiptasýning þar sem hægt er að sjá þúsundir vörunýjunga frá nýjum og rótgrónum sýnendum, upplifað nýjustu vörurnar og sérsniðna bílastrauma, fengið aðgang að 70+ ókeypis fræðslufundum sem efla faglega færni og skapað starfsbreytandi tengsl við jafningja, leiðtoga og frægt fólk á þeim tengslaviðburði sem iðnaðurinn hefur upp á að bjóða, í eigin persónu.

Fjarvera Mustang virðist vera ávinningur fyrir Maverick, Bronco og Bronco Sport, auk þess sem Ford hefur skammt af pallbílum á staðnum.

image

Mustang Mach-E: True Mustang Persona

Já, við sögðum í innganginum að það væru engir Mustang-bílar í þessari blöndu beint frá Ford; við það stöndum við.

image

Bronco Sport: arfleifð frá torfærum

Yakima og Hypertech settu saman þessa útgáfu til björgunarstarfa í torfærum.

image

Bronco: Extreme Beach/Extreme Sports Support

Við fyrstu sýn lítur þetta út eins og björgunarbíll með strandþema, en Warn segir að það sé ætlað að vera ætlaður fyrir veiðimenn á afskekktum stöðum.

image

Bronco: Útkallsbíll fyrir undanfara

ARB Bronco S.U.V. var innblásin af læknum á vettvangi snemma á 19. öldinni.

image

Maverick: Götubíll

Þessi mynd skýrir sig sjálf. Hentar örugglega vel fyrir Orkuveituna. Þessi er kynntur í heimi þar sem allt virðist vera með þema fyrir torfærur, en þessi er það ekki.

Bílasmiðurinn LEER kallar hann „sannan vinnubíl“ sem var hannaður fyrir þá sem „stært sig af því að geta gert hvað sem er, hvar sem er.“

Uppfærslur innihalda stækkanlegt rafstöð, verkfærakistu og þakgrind. Hann kemur jafnvel með sólarrafhlöðum til að hlaða verkfærin þín.

image

F-150 Lightning: Fjölnotaverkfæri eins og svissneskur herhnífur

Þessi smíði kemur frá Tjin Edition og Thule. Eins og nafnið gefur til kynna er þarna lítið af öllu. Viðbætur innihalda flytjanlega loftþjöppu, ísskáp, Recaro fram- og aftursæti og Thule skipulagsbúnað.

image

F-150 Lightning: Kappakstursstuðningur

Þessi smíði var sett saman af Real Truck og Motor City Solutions og er innblásin af stuðningsbílum fyrir torfærukappakstur, þú veist, bara ef þú hefðir ekki fattað nafngiftina.

image

F-150 PowerBoost Hybrid: Torfæruakstur á afskekktum stöðum

Þessi blendingur er ætlaður til að hjálpa þér að leggja hart að þér, jafnvel þó þú ætlir að fara langt. BDS fjöðrun býður upp á þessa hugmynd með loftþjöppu, Warn búnaði, skyndihjálparbúnaði og stjórneiningu.

Hann er líka búinn 7,2kW „Pro Power Onboard“, sem gefur þér möguleika á að setja upp viðgerðarverkstæði í óbyggðum ... eða á tjaldsvæðinu.

image

Ford Transit: Digital Nomad

„Transit“ er kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þú hugsar um stuðningsbíla í torfærum, en bílasmiðurinn John Pangilinan segir að Digital Nomad sé „fullfær torfærutrukkur" með þeirri tækni sem nauðsynleg er fyrir lengri utanvegaferðir.

"Hey, ef það virkar fyrir fólkið á húsbílunum", af hverju má þá ekki prófa svona bíl í þetta?

image

Bronco: Off-Roading Performance

Þessi smíði var sett saman af hópi kvenna í viðskiptum innan SEMA (Businesswomen's Network).

Þessi bíll var settur saman af teymi meira en 250 kvenna, þar á meðal fimm móður- og dótturteyma, að sögn Ford.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is