Cybertruck væntanlegur í árslok 2023

Samkvæmt nýrri frétt ætlar Tesla nú að hefja framleiðslu á Cybertruck fyrir lok árs 2023

Þessi rafdrifni pallbíll, sem hefur seinkað gæti litið dagsins ljós í lok næsta árs.

Samkvæmt nýrri frétt frá Reuters segir að Tesla stefni að því að hefja fulla Cybertruck fjöldaframleiðslu fyrir lok næsta árs. Í alvöru að þessu sinni, eða svo segir fréttin.

Það slær auðveldlega út farartæki eins og Semi og nýja Roadster-bílinn.

Sem sagt, það hefur ekki alltaf verið að marka það þegar kemur að framleiðslumarkmiðum Tesla, svo við verðum efins þar til Cybertruck-bílarnir byrja í raun að rúlla af færibandinu í Austin, Texas.

image

Mynd að framan af Tesla Cybertruck hugmyndabílnum. - Mynd: Tesla

„Við erum á lokasprettinum fyrir Cybertruck,“ sagði Musk við fjármálasérfræðinga á símafundi.

Samkvæmt frétt Reuters mun hægfara aukning á seinni hluta ársins 2023 ná hámarki í fullri framleiðslu í lok þess árs. Það myndi þýða að fyrirtækið myndi ekki græða peninga á langþráðum Cybertruck fyrr en í fyrsta lagi í byrjun árs 2024.

    • Í janúar hafði Musk nefnt skort á íhlutum sem ástæðu fyrir því að ýta markaðssetningu á Cybertruck inn í 2023.
    • Í maí hætti Tesla að taka við pöntunum fyrir Cybertruck utan Norður-Ameríku. Musk sagði að fyrirtækið hefði „fleiri pantanir af fyrstu Cybertruck-bílunum en við gætum mögulega uppfyllt í þrjú ár eftir upphaf framleiðslu".

Reuters segir að sumir sérfræðingar vari við því að veikt hagkerfi heimsins gæti farið að hafa neikvæð áhrif á sölu Tesla.

Musk hefur sjálfur sagt að komandi samdráttur muni vara fram á vorið 2024.

Það er ekki eina baráttan sem Cybertruck mun standa frammi fyrir. Bíllinn hefur nú mun sterkari samkeppni en fyrir nokkrum árum síðan. Þegar hann kemur í framleiðslu í lok næsta árs mun Cybertruck þurfa að mæta Ford F-150 Lightning, Chevrolet Silverado EV, GMC Hummer EV, Rivian R1T og væntanlegum GMC Sierra EV.

Fleira tengt Cybertruck:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is