Hér er alvöru „sportjeppi“!

Heuliez Intruder smíðaður á grunni Mercedes G-Class er það sem hver Nissan Murano CrossCabriolet vill verða þegar hann verður stór

Við höfum verið að vandræaðsat við nafn á bílum sem vilja vera jeppar, en eru það alls ekki í raun, og höfum kallað þá gjarnan „sportjeppa“.

En hér fundum við eitt eintak sem er svo sannarlega „sportjeppi“!

Efnuðu fólki sem ætlar að sýna sig og sjá aðra er mikið í mun að vera á óvenjulegum G-Wagen jeppa frá Mercedes. Hvort sem þeir eru framleiddir í verksmiðju eins og G550 4×4 Squared eða G65, eða eftirmarkaði eins og Brabus 700 6×6 eða Mansory Viva, þá verða sérsniðnir G-Class jeppar sífellt magnaðri.

Hins vegar er ekkert af því sem hér var nefnt að framan alveg eins fáránlegt og það sem franskt fyrirtæki að nafni Heuliez bjó til árið 1996.

image

Hér sjáum við bara „prófílinn“ - Mynd: DK Engineering.

Við getum litið til Heuliez næstum eins og franska Valmet, framleiðanda sem hjálpaði helstu bílaframleiðendum að framleiða sérbíla.

Citroen CX Break, Citroen XM Break og Peugeot 604 Limousine voru allir framleiddir af Heuliez, og það er áður en við komum að hinu virkilega sérstæða efni.

Til dæmis þegar Renault 5 Turbo var smíðaður af Alpine, voru yfirbyggingunum sjálfum breytt af Heuliez. Og það er ekki eini geggjaði rallýbíllinn sem Heuliez átti þátt í. Þeir komu reyndar að sérsmíði Peugeot Peugeot 205 T16 fyrir rallkeppni í B-flokki.

image

Heuliez Intruder frá hlið - Mynd: DK Engineering.

Tveggja dyra G320 með þaki sem hægt er að taka af er alls ekki byltingarkennd hugmynd.

Hins vegar leit sýn Heuliez ekki út eins og breyttur herbíll, heldur valdi fyrirtækið að hafa yfirbygginguna eins og sportbíl.

Sportlegur, spurning um notagildi en örugglega sportjeppi! Grillið var svipað og á CLK, ljósin eins og beint frá hugmyndabíl. Flottur og sérstæður prófíllinn var svolítið eins og á Porsche Panamericana hugmyndabílnum.

Bíll sem ýtir undir hugmyndaflugið á skilið jafn töfrandi nafn, svo það er ekki við hæfi að hann sé kallaður Intruder („boðflenna“).

image

Svona lítur Heuliez Intruder út með toppinn uppsettan - Mynd: DK Engineering.

Þetta er ekki það sem flestir myndu kalla hefðbundið aðlaðandi farartæki, en það hefur óneitanlega mikið af duttlungum, sérstaklega varðandi nýja „blæju-toppinn“.

Fyrir tiltölulega lítið fyrirtæki að smíða einn svona frá grunni um miðjan tíunda áratuginn er frekar ótrúlegt.

image

Það var rúmt um ökumann og farþega í Heuliez Intruder - Mynd: DK Engineering

Í innanrými Intruder verða hlutirnir ekki geggjaðri. Ökumaður og farþegi sitja í sætum með háu baki sem eru klædd eru bláu leðri með armpúðum í stíl við skipstjórastól, Svo þetta er vægast sagt skrítin blanda.

Hversu margir Strumpar þurftu að láta lífið fyrir þessa innréttingu?

image

Í þessu sjónarhorni er Intruder líkur venjulegum sportbíl frá Mercedes eða jafnvel Nissan - Mynd: DK Engineering

Krafturinn kemur frá hinni frábæru M104 sex strokka línuvél og gírkassinn er venjuleg Mercedes sjálfskipting. Þetta er furðulega einstakur hugmyndabíll. Það má líta á hann sem Nissan Murano CrossCabriolet, bara miklu betri á allan hátt nema sætarýmið.

(byggt á grein á vef The Autopian)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is