Alfa Romeo mun smíða 1.000 hestafla keppinaut við BMW M5

Alrafmagnaður fólksbíll Alfa Romeo mun nota þriggja mótora uppsetningu frá Maserati

Alfa Romeo hefur ekki framleitt stóran lúxusbíl síðan 166 fór úr framleiðslu árið 2007, en ítalska fyrirtækið mun snúa aftur í geirann með rafmagnsframboð árið 2027 og hann verður með sportlegri Quadrifoglio úrvalsútgáfu.

„Árið 2027 komum við á markað með bíl í E-stærðarflokki [executive saloon] sem mun verða ætlaður fyrir Norður-Ameríku, Evrópu og fyrir Stellantis hópinn, vegna þess að E-hlutinn er ekki algengur í Stellantis.

Þessi fólksbíll mun eiga sér marga keppinauta þegar hann kemur á götuna, einkum væntanlega BMW i5, Audi A6 e-tron og Mercedes EQE.

Auto Express sýnir með fréttinni mynd frá Avarvarii sem sýnir hvernig þeir telja að nýi stóri fólksbíllinn muni líta út.

image

Imparato varpaði einnig ljósi á neðri þrep útgáfurnar og sagði „grunngerðin mun hafa 350 hestöfl og grunngerðin Veloce um 800 hestöfl.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is