Þegar það þurfti að þvo dekkin

Margir bíleigendur hafa lent í því að bíllinn þeirra hafi setið fastur og spólað og það jafnvel þótt hann hafi verið búinn nýjum góðum snjódekkjum og ekki svo mikill snjór.

Ástæðan til þessa er mjög einföld: Tjara hefur sest á dekkin og þegar það gerist virkar tjaran eins og besta bón - dekkin missa nánast allt veggrip og þau byrja að spóla.

Þegar tjaran sest á yfirborð dekkjanna myndar hún hála húð sem virkar eins og besti skíðaáburður á dekkin. Það þarf því lítinn snjó til þess að dekkin byrji að spóla.

Því er mikilvægt að hreinsa dekkin reglulega og til þess má nota „white spirit" (terpentínu) sem hægt er kaupa á næstu bensínstöð eða byggingavöruverslun en einnig eru til á flestum bensínstöðvum sérstök „tjöruþvottaefni“, sum jafnvel nokkuð vistmild.

Besta aðferðin er að nota gamla uppþvottaburstann úr eldhúsvaskinum sem hættur er að gegna sínu hlutverki við diska- og pottaþvott.

Með því að hella smálögg af white spirit, eða „þvottaefninu", í krukku og dýfa burstanum i vökvann er hægt að bursta dekkin án þess að of mikið af mengandi vökvanum leki niður og mengi umhverfið. Aðrir hafa þann hátt á að bleyta tvist með white spirit og nudda tjöruna af dekkjunum.

image

Meira að segja góð snjódekk missa veggrip þegar mikil tjara sest á þau þegar götur eru saltaðar.

Þurfti að þvo dekkin til að komast heim

Góð saga er til af bónda sem bjó austan Mosfellsheiðar og keyrði í snjónum án nokkurra vandamála að austan yfir heiðina og eins og leið lá um Mosfellsdalinn og í bæinn í Mjólkurfélag Reykjavíkur til að ná í vörur.

Sérstök þvottaker fyrir dekk

Fyrir liðlega 60 árum þegar ég fékk ökuréttindi, þá voru ekki til nein „snjódekk“ og fæstir bílar notuð sömu dekkin jafnt sumar og vetur.

Þetta virkaði dável sérstaklega á meðan göturnar voru þaktar snjó og ekkert salt var notað.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is