Fyrsti “heiti” litli rafbíllinn frá VW-samstæðunni verður settur á markað undir Cupra vörumerkinu

image

Hönnuðir Cupra hafa gefið el-Born meira áberandi framenda í endurhönnun í samanburði við hugmyndabíl Seat frá 2019.

Eitt er vörumerkið undir hatti VW-samstæðunnar sem er lítt þekkt hér á landi, en það er Seat á Spáni. Um síðustu aldamót fóru af stað athuganir á að bæta Seat við framboð VW hér á landi en þær fyrirætlanir runnu út í sandinn. Því miður má segja, því Seat er með marga skemmtilega bíla í sínu framboði, eins og margir þeirra sem hafa haldið til Spánar og leigt sér bílaleigubíla vita vel.

image

Seat sem er hluti af Volkswagen Group mun hleypa af stokkunum framleiðsluútgáfunni af el-Born rafmagnshlaðbaknum undir sínu sjálfstæða Cupra vörumerki.

Hugmyndabíllinn á sýningunni í Genf 2019

El-Born var afhjúpaður sem Seat hugmyndabíll á bílasýningunni í Genf árið 2019.

Wayne Griffiths, forstjóri Cupra, sagði að með því að búa til sportlega gerð el-Born sem Cupra væri leyfilegt fyrir vörumerkið að aðgreina það frá öðrum MEB-smíðuðum rafmagns-hlaðbökum frá VW Group.

image

Má þar nefna VW ID3, sem mun fara í sölu í Evrópu í september, og Audi Q4 e-tron og Q4 Sportback, sem báðir bíða næsta árs. Útgáfa Skoda, kölluð Enyaq, mun koma í lok ársins.

„Seat og Cupra eru nauðsynleg fyrir þróun fyrirtækisins. Hver og einn hefur sitt skýra hlutverk, persónuleika og eiginleika og tekur á mismunandi sniði viðskiptavina,“ sagði Griffiths á miðvikudag á blaðamannafundi á netinu.

Verkfræðingar hafa þróað nýtt öflugt undirvagnskerfi fyrir el-Born, sagði Seat. Það aðlagast sjálfkrafa öllum aðstæðum og býður upp á framúrskarandi akstursvirkni að sögn vörumerkisins. Cupra el-Born getur hraðað frá 0 til 50 km/klst. á 2,9 sekúndum.

Cupra el-Born verður smíðaður í verksmiðju VW í Þýskalandi ásamt VW ID3 og Audi Q4 e-tron.

Skoda mun hins vegar smíða Enyaq í verksmiðju sinni í Mlada Boleslav í Tékklandi.

Rafbílar og blendingar (hybrid)

Seat rafmagnar sitt framboð með rafbílum og blendingum. Tengitvinnútgáfur af Seat Leon litla hlaðbaknum og Seat Tarraco millistærðar sportjeppa fara í sölu á seinni hluta ársins.

image

Isensee sagði á miðvikudag að Seat muni taka þátt í verkefninu í einhverri mynd. „Þetta verður ákveðið á næstunni,“ sagði hann.

Griffiths, sem er yfirmaður sölu Seat samhliða því að vera forstjóri Cupra, sagði að Seat muni þurfa minni rafbíl í framtíðinni. „Ég mun berjast eindregið fyrir að ná því fyrir fyrirtækið okkar,“ sagði hann.

Griffiths sagði að rafmagns Mii hafi staðið sig mun betur en búist var við og væri nú uppseldur. „Við erum að ræða við VW um að fá fleiri einingar árið 2020 og 2021,“ sagði hann.

Seat hyggst verja 5 milljörðum evra í rannsóknir, þróun og búnað rafbíla fyrir árin 2020-2025. Einingin miðar að því að smíða rafbíla í Martorell-verksmiðjunni sinni á Spáni og byrja árið 2025.

Hugsanleg rafbílaframleiðsla á Spáni gæti einnig falið í sér samsetningu á rafhlöðum, en það er „enn langt í land,“ sagði Isensee.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is