Hér er hádramatísk frásögn bíleiganda úr umferðinni í Reykjavík vorið 1967. Bíleiganda var ekki skemmt þegar „ökukona“ nokkur á Miklubraut gerði óskunda í umferðinni. Það var bara eitt í stöðunni og það var að skrifa Velvakanda bréf.

image

Þessi mynd er frá árinu 1955 og alls ekki af Miklubrautinni heldur Bankastrætinu þar sem hjólreiðar voru greinilega bannaðar! Skjáskot/Ósvaldur Knudsen/Reykjavík 1955

Jæja, áfram hélt frásögn Bíleiganda af ökukonunni „ofan af“ Keflavíkurflugvelli:


„Og hvað halda menn, að ungfrúin hafi verið að gera þarna á akreininni: Að hleypa út farþegum, sem tóku sér góðan tíma til að klöngrast út úr bifreiðinni. Þegar athygli ungu stúlkunnar var vakin á þessu var flissað og hlegið og ekið framúr með viðeigandi flauti svona til að leggja áherzlu á alla skemmtunina. Það kann að vera að þessi umferðarmenning sé góð og gild vara þarna suður frá, en ökukonur eins og þessi, ættu þá að halda sig þar með listir sínar, en forða öðrum frá því — jafnt á Miklubrautinni sem annars staðar. Umferðarmenning sem þessi er því miður ekki einsdæmi, en frekar er sjaldséð sem betur fer að menn beinlínis leggi upp úr því að bíta höfuðið af skömminni.“


Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is