SsangYong áætlar rafbíla fyrir Evrópu undir nýju nafni

SsangYong, nú þekkt sem KG Mobility, afhjúpaði 30.000 dollara rafknúinn sportjeppa sem það vonast til að selja í Evrópu.

Bílabúð Benna hefur um árabil selt bíla frá SsangYong í Suður Kóreu, en samkvæmt frétt frá Bloomberg og Automotive News Europe þurfa þeir að fara að markaðssetja þessa bíla undir nýju tegundarheiti – sem í dag er kallað KG Mobility en gæti breyst við markaðssetninguna í Evrópu

image

Torres EVX er með 500 km akstursdrægni á einni hleðslu.

Rafhlöður frá BYD í Kína

Með því að nota litíum-járn-fosfat (LFP) rafhlöður framleiddar af BYD í Kína, hefur jeppinn akstursdrægi upp á 500 km á einni hleðslu.

image

Ssangyong Korando, lítill jepplingur, seldist í 4.938 eintökum í Evrópu á síðasta ári, mest seldi bíll bílaframleiðandand á svæðinu. Mynd: SsangYong Motor

LFP rafhlaða er sífellt vinsælli meðal bílaframleiðenda vegna öryggis hennar, bætti Jeong við, og hún er einnig lægri en litíumjónarafhlöður.

(Bloomberg - Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is