Aðeins um sögu Citroën 2CV

Citroën 2CV er merkilegur bíll sem var kynntur fyrst opinberlega á bílasýningunni í París, eða Paris Mondial de l'Automobile 1948 og framleiddur af Citroën á árunum 1948–1990.

Nafnið er „upplýsandi því það útleggst á frönsku „deux chevaux-vapeur“, sem þýðir bókstaflega „tvö gufuhestöfl“, sem þýðir í raun „tvö skattskyld hestöfl“, en bíllinn var með loftkælda vél að framan, framhjóladrifinn, sparneytinn fjölskyldubíll,

2CV, sem var hannaður af einum af stjórnendum Citroën, Pierre Boulanger, og var hugsaður fyrst og fremst fyrir bændur sem enn notuðu hesta og kerrur í Frakklandi á þriðja áratug síðustu aldar.  

Citroen 2CV var með blöndu af nýstárlegri verkfræði og einfaldri, nytsamlegri yfirbyggingu - í fyrstu úr sérlega þunnum málmi, styrktum með því að hafa málminn með svipaðri áferð og bylgjupappa.

Sagan sem hófst í Frakklandi 1936 og lauk í Portúgal árið 1990

Fyrir rúmlega 32 árum (27. júlí) var síðasti Citroen 2CV settur saman í Portúgal. Og einn daginn, þegar brunahreyfillinn hefur loksins stöðvast, og akstur eins og við þekkjum hann í dag verður viðfangsefni heimildarmyndar á sjónvarpsstöð eins og „History Channel“, verður Citroen 2CV minnst sem eins nýstárlegasta og mikilvægasta farartækisins á 20. öldinni.

Citroen TPV

image

Citroen 2CV fæddist, ekki árið 1948, heldur árið 1936, sem TPV, eða „Toute Petite Voiture“ (mjög lítill bíll). Andre Citroen, frábær frumkvöðull og stofnandi fyrirtækisins, lést ári áður, en fyrirtækið var þá undir stjórn Michelin og er enn að glíma við afleiðingar gjaldþrots.

Upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar

image

Fyrir Boulanger skipti útlit bílsins ekki síst máli. Þetta átti að vera farartæki fyrir bændur, smábændur og vínbændur í dreifbýli Frakklands, hannað til að koma í stað reiðhjólanna þeirra, hestakerrurnar og hestana.

Endurhönnun eftir stríð

image

Citroen 2CV – teikning af fyrsta „nútíma“ bílnum.

Rannsóknir og þróun höfðu haldið áfram í leyni meðan á stríðinu stóð og gaf Citroen tíma til að vinna að fullkominni endurhönnun. Rétt eins og hinn jafn nýstárlegi „Traction Avant“ yrði nýi bíllinn framhjóladrifinn, en bíllinn sem fæddist eftir stríðið var gjörólíkur TPV.

image

Aðrar breytingar innihéldu rörlaga sæti sem komu í stað strigasætanna í TPV, annað framljós, almennilegt gler í gluggum og miðstöð.

image

1948 Bílasýningin í París

image

Í október 1948 var 2CV undir yfirbreiðslu á bílasýningunni í París, mannfjöldinn var spenntur að sjá fyrstu nýju gerð Citroen síðan Traction Avant 1934.

Fyrstu móttökur

image

Gagnrýnendur samtímans voru gagnrýnir á hönnun bílsins og sölumenn Citroen voru hundleiðir á að þurfa sýna svona ljótan bíl.

Upphaf sölu á nýja bílnum

image

Sala hófst árið 1949 og voru 876 bílar smíðaðir fyrir áramót. Citroen hækkaði verðið en það en það gerði lítið til að fæla verðandi eigendur frá og biðlistinn lengdist í 18 mánuði.

Citroen 2CV AZ

image

Árangur 2CV var engin tilviljun. Hér var bíllinn algjörlega í takt við væntingar markaðarins og félagshagfræði heimaþjóðarinnar. Þetta voru dagarnir fyrir tilkomu „autoroute“ eða þjóðveganna, þar sem stór hluti Frakklands samanstóð af dreifðum þorpum og bæjum.

Citroen 2CV AZL

Árið 1945 var úrvalið stækkað með tilkomu AZL, þar sem „L“ stendur fyrir Luxe.

Citroen 2CV AZLP

image

2CV AZLP kom árið 1958 og með honum kom nýtt skottlok úr málmi. Upprunalegi strigatoppurinn í fullri lengd og upprúllaða farangurshlífin hélst fram til 1967, en meirihluti eigenda valdi öryggi læsanlegs skottloks.

Citroen 2CV 4×4 Sahara

image

Citroen 2CV 4×4 – eða Sahara – bíllinn sem var með tvær vélar - var sannarlega merkilegur bíll, ekki síst vegna mótors númer tvö og gírkassans í skottinu.

Citroen 2CV andlitslyfting

image

Í upphafi voru bændur og búalið ofarlkega á blaði við hönnun bílsins. Kýr, franskur bóndi, mjólkurbrúsar, kúadellur og Citroen 2CV: það er eitthvað traustvekjandi ekta við þessa mynd.

Renault 4 kemur

image

Renault tók smá tíma að smíða eitthvað til að koma í stað 2CV, en Renault 4 táknaði endalokin fyrir yfirburði Citroen í dreifbýli.

Citroen 2CV AZAM

image

2CV AZAM var kynntur árið 1963 og í honum var töluvert meiri lúxus. Hjólkoppasr úr ryðfríu stáli, rörlaga stuðaraviðbætur, króm, sérsniðin hurðarhandföng og fullbólstruð velúrinnrétting var aðeins hluti af hápunktunum. Annar „lúxus“ innihélt sólskyggni fyrir farþega með spegli og inniljósi.

Bílasýningin í París 1965

image

Á bílasýningunni í París árið 1965 fékk Citroen 2CV afturrúðu úr gleri og nýtt þriggja þverstanga grill. Ári síðar náði  framleiðsla 2CV hámarki, en 168.384 bílar runnu þá út úr verksmiðjunni.

Citroen 2CV6

image

Framleiðslan fór niður í 98.685 bíla árið 1967, síðan 57.473 bíla árið 1968 og aftur upp í 72.044 bíla árið 1969. Viðbrögð Citroen voru að kynna 2CV6, knúinn af 602cc vél sem hafði áður komið í nýlega kynntum Dyane 6.

Olíukreppan 1973-1974

Framleiðslan var enn og aftur á leiðinni upp, fór upp í 121.096 bíla árið 1970 og allt að 163.143 bíla árið 1974.

Citroen 2CV Special

Auðvitað var Citroen 2CV ekki lengur aðallega eign franskra bænda og vínbænda.

Síðasti 2CV smíðaður í Frakklandi

image

2CV hélt áfram að seljast vel í Bretlandi, Þýskalandi og Belgíu, en tími bílsins undir franskri sól var næstum á enda.

Síðasti 2CV

image

Síðasti Citroen 2CV rúllaði af framleiðslulínunni í júlí 1990, með sérstakri athöfn í tilefni þess. Þessi síðasti 2CV – tveggja tóna grár Charleston – keyptur af Claude Herbert, yfirmanni Mangualde verksmiðjunnar í Portúgal.

Sérútgáfur

image

Það var enginn skortur á sérstökum útgáfum á líftíma 2CV, þar á meðal hinn gríðarlega farsæla Charleston, eins og sést hér á myndinni að ofan.

James Bond

image

2CV-007 var byggður á 2CV6 og settur á markað til að minnast eftirminnilegs útlits bílsins í kvikmyndinni „For Your Eyes Only“.

image

2CV kom líka fram í Tinnabókunum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is