Keppnin um „heimsbíl ársins 2023“

BMW X1, Hyundai Ioniq 6, Kia Niro eru komnir í úrslit heimsbíls ársins 2023

Úrslitin munu liggja fyrir þann 5. apríl næstkomandi

Það voru margir þátttakendur í World Car Awards 2023 og núna er ljóst hvaða bílar eru efstir í valinu ásamt því hvaða bílar keppa í einstökum flokkum.

Nánar um Heimsbíl ársins 2023

Heimsbíll ársins: Ökutæki sem eru gjaldgeng fyrir „World Car of the Year“ eða „Heimsbíl ársins“ verða að vera framleidd í að minnsta kosti 10.000 einingum á ári, verða að vera undir lúxusbílaverði á aðalmörkuðum þeirra og verða að vera „í sölu“ á að minnsta kosti tveir helstu mörkuðum (Kína, Evrópa, Indland, Japan, Kórea, Suður-Ameríka, Bandaríkin) á að minnsta kosti tveimur aðskildum heimsálfum á tímabilinu 1. janúar 2022 og 30. mars 2023.

Vídeó sem fjallar um valið í ár:

Keppendur í hverjum flokki eru:

Efstu þrír í vali á heimsbíl ársins (World Car of the Year)

BMW X1 / iX1

image

Hyundai Ioniq 6

image

Kia Niro

image

Rafmagnsbíll ársins (World Electric Vehicle)

• BMW i7

Lúxusbíll heimsins (World Luxury Car)

• BMW 7 sería / i7

Sportbíll / frammistöðubíll heimsins (World Performance Car)

• Kia EV6 GT

Borgarbíll heimsins (World Urban Car)

• Citroen C3

Hönnunarbíll heimsins (World Car Design)

• Hyundai Ioniq 6

image

Í ár verður nýtt útlit á bikarnum fyrir „Heimsbílinn“ (World Car bikarinn), sem kemur í ljós við afhendinguna.

image

Tilkynnt um sigurvegarann á bílasýningunni í New York í apríl

Alþjóðlegu bílasýningunni í New York er ánægja að tilkynna að úrslitin í val á „heimsbíl ársins 2023“ verða tilkynnt á sýningunni.

(Heimild: Heimsbíll ársins – World Car Awards)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is