Mjög sjaldgæfur 1937 Bugatti fannst í bílskúr

    • Mjög sjaldgæfur 1930 Bugatti fannst í bílskúr og búist er við að muni ná allt að 860 til 1200 milljónum króna á uppboði

Sjaldgæfur 1937 Bugatti Type 57S, sem uppgötvaðist í breskum bílskúr, verður boðinn upp í næsta mánuði með verðmati á bilinu 5 til 7 milljóna punda.

Í næstu fimm áratugi var þessi Bugatti síður en svo gleymdur. Við andlát Turnbull árið 2020 var endurbyggingarverkefninu næstum lokið.

image

Þessi sjaldgæfi 1937 Bugatti Type 57S, sem uppgötvaðist í breskum bílskúr, verður boðinn upp í næsta mánuði með verðmati á bilinu 5 til 7 milljóna punda (um 863 til 1207 milljónir íslenskra króna). Mynd: uppboðshús Bonhams.

Talandi um þýðingu þess sagði Sholto Gilbertson, forstjóri Bonhams uppboðshússins, við CNN að á þeim tíma sem þeir voru fyrst þróaðir væri Bugatti Type 57S „fullkomin bíll ... þess tíma.“

„Þegar þeir komu út voru þeir í raun hraðskreiðasti og einn einstakasti bíllinn sem þú gast keypt,“ sagði hann.

„Þetta gæti vel verið síðasti „falinn“ Bugatti frá því fyrir stríð,“ bætti hann við.

image

Talið er að Bugatti Type 57S, sem sést hér um það bil árið 1937, muni ná verðmiðanum allt að 9,5 milljónum dollara á uppboði í næsta mánuði.

Einn mest heillandi eiginleiki bílsins, að mati Bonhams, er að talið er að undirvagn bílsins hafi fyrst verið framleiddur fyrir hinn Grand Prix-verðlaunaða Bugatti Type 57G kappakstursbíll - þar af aðeins þrír voru gerðir.

Talsmaður uppboðshússins skýrði frá því að bifreiðin hefði verið smíðuð utan um undirvagninn, sem í meginatriðum hefði verið endurunninn af Bugatti.

Bugatti-bíllinn á að fara á uppboð hjá Bonhams í London 19. febrúar.

image

Bíllinn er boðinn í „óvenju sjaldgæfu ástandi,“ sagði Bonhams uppboðshúsið. Mynd: Bonhams.

(frétt á vef CNN).

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is