Nýja litla Teslan verður kynnt „síðar“

Tesla er með áætlanir um: góðmálmalausar rafhlöður, ný ofurhleðslutæki og „næstu kynslóðar gerð“

Ekki varð úr því sem búsit var við að Tesla myndi kynn nýjan „smábíl“ á degi fjárfesta sem fyrirtækið hélt í gær.

Á Tesla fjárfestadeginum 2023 ræddi vörumerkið nýja framleiðsluferla og rafhlöðutækni, en það var lítið um fréttir af nýjum bílum

Tesla hefur útlistað nokkra lykilþætti þess hvernig það ætlar að flýta fyrir sókn sinni í átt að sjálfbærum, hreinum akstri - en fyrirtækið hefur hætt við að gefa út frekari upplýsingar um nýrri og ódýrari bíl.

image

Nýi bíllinn kynntur „síðar“

Aðalhönnuður Tesla, Franz von Holzhausen, sagði fjárfestum á viðburðinum að þótt hann vildi sýna þeim næstu kynslóðar farartæki, þá muni það koma „síðar“.

image

Hann sagði einnig að allir bílar Tesla frá Cybertruck og áfram yrðu byggðar á 48 volta hönnun rafeindatækni og spáði því að næsti sérstakur drifbúnaðar, með 75 prósent minna kísilkarbíði, myndi hafa „all-inn kostnað um 1.000 dollara“ (um 142,000 ISK).

image

Rebecca Tinucci, yfirmaður hleðsluinnviða hjá Tesla, leiddi í ljós að meira en helmingur allra ofurhleðslustöðva fyrirtækisins um alla Evrópu er nú opinn fyrir gerðir utan Tesla.

image

Tvö hjúpuð farartæki birtust í glærum sem sýndar voru á viðburðinum; annar leit út eins og tegund af „kassalaga“ fjölnotabíl (MPV), en hinn virtist vera með prófíl eins og fólksbíll sem gæti jafnvel verið þróun af núverandi Model S.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is