Mustang Mach-E og F-150 Lightning með nýjum rafhlöðum

Ford vill leiða breytinguna yfir í lithium járnfosfat rafhlöður

Hingað til hafa aðeins fáir rafbílaframleiðendur notað litíum járnfosfat rafhlöður. Stór notandi á markaðnum, Ford, bætist við innan skamms. Loforðið: lægri kostnaður.

image

Svona sér Ford m.a. fyrir sér fyrirkomulag á rafhlöðum.

Annar stór aðili, Ford, mun brátt bætast við til að flýta fyrir útbreiðslu litíum járnfosfat rafhlaðna. „Við munum nota LFP rafhlöður í Mustang Mach-E í vor“, sagði Jim Farley forstjóri við kynningu á nýju rafbílastefnunni í Bandaríkjunum.

Þetta setur rafbílana tvo í fararbrodd í innri LFP byltingu vörumerkisins.

image

Ford Mustang Mach-E

Ekki bíða til 2026

Úrval gerða og tímaramminn sýnir að Ford vill ekki sóa neinum tíma þegar kemur að litíum járnfosfat efnafræði í rafhlöðum og vill fara beint í mikið framleiðslumagn.

image

2023 Ford F-150 Lightning

Verksmiðjan er dótturfyrirtæki Ford að fullu en þegar kemur að efnafræði á rafhlöðusellum og framleiðslu á nýju sellunum er bílaframleiðandinn að koma með sérþekkingu og þjónustu frá Kína.

image

Líklega fleiri kostir en gallar

Í samanburði við áður útbreiddari nikkel-kóbalt-mangan (NCM) rafhlöður, eru LFP rafhlöður sagðar vera kraftminni, þ.e.a.s. hafa ókosti hvað varðar drægni, en þær bjóða einnig upp á nokkra kosti.

Ford nefnir langlífi fyrst; Auk þess ætti tíðari og hraðari hleðsla að vera möguleg.

Auk þess þarf umtalsvert færri steinefni eins og nikkel og kóbalt, sem eru mikilvæg hvað varðar umhverfisvernd og mannréttindi.

image

Og auðvitað til að draga úr kostnaði, því þessi hráefni eru í dag á háu verði á heimsmarkaði.

Ford lofar að geta viðhaldið eða jafnvel lækkað verð á rafbílum sínum með nýju rafhlöðunum.

Þeir munu „verða meira ódýrari með tímanum,“ lofar Farley.

Einnig evrópskur E-Ford með LFP rafhlöðum

LFP rafhlöðubylting Ford á að eiga sér stað fyrst og fremst í Bandaríkjunum. En framleiðandinn hefur þegar tilkynnt að hann ætli að útbúa bæði næstu kynslóð rafbíla og atvinnubíla sem þegar eru í þróun með litíum-járnfosfat rafhlöðum.

Þetta þýðir að nýju rafhlöðurnar ættu einnig að vera notaðar í evrópskum gerðum.

image

2022 Ford E-Transit.

Nikkel-kóbalt-mangan selluefnafræði er enn ráðandi í rafhlöðum rafbíla. Spurningin er bara hversu lengi.

Þessu fylgir von um að rafhlöður endist lengur í framtíðinni, geti tekið fleiri og hraðari hleðslulotur og verði sjálfbærari.

Og ódýrari, sem vonandi höfðar líka til viðskiptavina.

(grein Thomas Harloff – Auto Motor und Sport og vefur Green Car Reports)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is