2024 árgerð rafknúins GMC Hummer jeppa

Verð sagt vera svipað og á pallbílnum, en er töluvert minni, svo hann ætti að vera betri í torfærum

image

Svona mun 2024 árgerð GMC Hummer rafjeppans líta út -mynd: GMC.

Fyrir utan lagfærða útlitið er jeppinn í reynd styttri. Full mál hafa ekki verið gefin upp ennþá, en hjólhafið er 22,6 cm styttra en á pallbílnum, alls 321,8 cm.

Heildarlengdin minnkar líklega enn frekar þar sem farmrýmið er mun styttra en á pallbílnum með afturhjólin nálægt stuðaranum.

Báðar þessar breytingar munu bæta að- og fráhorn í torfærum auk þess sem jeppinn yrði meðfærilegri á vegum og í torfærum. GMC státar af því að með fjórhjólastýringu sé beygjuhringurinn aðeins 31.079 cm, um það bil 46 cm minni en á pallbílnum.

Sama drifrás og á pallbílnum

Drifbúnaður er eins og á pallbílnum. EV2 og EV2X fá tvo mótora sem gera 625 hestöfl. Betur búnar gerðir EV3X og Edition 1 eru með þremur mótorum sem gera 830 hestöfl.

Rafmagns svið er breytilegt á bilinu 400 km til 480 km eftir búnaði. Sérstaklega hrööð 800 volta, 300 kW DC hraðhleðsla er fáanleg og er innifalin á öllum gerðum nema grunngerðinni.

Extreme torfærupakki er fáanlegur á EV2X og þar að ofan sem bætir við 18 tommu felgum með 35 tommu dekkjum fyrir drullu og torfærur. Einnig er hægt að fá loftfjöðrun sem eykur veghæð frá jörðu og fjórhjólastýringu með hinni frægu Crab Mode (krabbastillingu). Super Cruise verður staðalbúnaður á öllum GMC Hummer EV.

image

Verðlag og búnaðarstig eru næstum því eins og pallbíllinn og aðeins Edition 1 er frábrugðin. Grunngerðin mun byrja á 79.995 dollurum (10,1 milljónum ISK).

Útgáfa 1 jeppans verða fáanleg fyrst og salan hefst snemma á næsta ári. EV2X og EV3X munu fara í sölu það vor og grunngerðir EV2 munu fara í sölu vorið 2024. GMC tekur við pöntunum núna.

image

(frétt á Autoblog – myndir frá GMC)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is