Rafbíll frá VW í sömu stærð og Passat

    • 2023 árgerð Volkswagen Aero B sést í reynsluakstri
    • Volkswagen mun brátt gera ID.Vizzion hugmyndabílinn að veruleika, sem gæti verið sá rafbíll, byggður á MEB-grunninum, sem er með lengsta drægni

Við höfum öðru hvoru fjallað um hugmynd Volkswagen að nýjum meðalstórum rafdrifnum fólksbíl, sem þeir hafa kallað ID Vizzion.

image

Auto Express bílavefurinn birti nefnilega fyrir nokkrum dögum njósnaljósmyndir af nýja Volkswagen Aero B í prófunum á þjóðvegum.

Byggður á ID.Vission

Aero B er framleiðsluútgáfan af ID.Vizzion hugmyndabílnum sem var afhjúpaður á bílasýningunni í Genf 2018 - og á sýningunni sögðu forráðamenn Volkswagen að fullbúinn bíll gæti ekið allt að 600 km á einni hleðslu.

image

Miðað við núverandi rafhlöðutækni Volkswagen, þá ætti þessi bíll auðveldlega að ná þessari drægni, sérstaklega þegar litið er til lítillar loftmótsstöðu í hönnun Aero B. ID.4 Life sem var frumsýndur í Munchen á dögunum, er búinn 77kWh rafhlöðu vörumerkisins og 201 hestafls rafmótor að aftan, getur farið allt að 520 kílómetra á hleðslunni.

Aero B mun líklega nota sömu rafhlöðu, rafmótora og MEB grunn og ID-bílar Volkswagen.

Nefið á bílnum er tiltölulega stutt og lágt; svæðið í kringum C-bitann er breitt og hátt og ökumaðurinn situr ansi framarlega, þar sem farþegarými og yfirbygging hefur verið aðlöguð til að búa til pláss fyrir rafmótorinn á afturöxlinum.

Aldrif hugsanlega í pípunum

Við getum einnig búist við fjórhjóladrifinni útgáfu (hugsanlega GTX-vörumerki) af Aero B, með rafmótor á báðum öxlum og samsett afköst 295 hestöfl og 310 Nm tog. Sama aflrás er þegar fáanleg í ID.4 GTX.

Sá hugmyndabíll var einnig með tveggja mótora drifrás sem framleiðir heil 335 hestöfl.

image

Það á eftir að koma í ljós hvort þessi aflrás komist í framleiðslu. ID.X hugmyndabíllinn (sem kom fram á undan ID.4 GTX), var með þessi afköst, en það var svo skorið niður í 295 hestöfl þegar bíllinn fór í framleiðslu, svo það er líklegt að Volkswagen muni gera það sama með Space Vizzion.

(Frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is