Vatt ehf. hefur sölu á BYD fólksbílum á Íslandi! BYD er stærsta rafbílamerki heims.

Mánudagur, 13. febrúar, Shenzen. RSA og BYD hafa útvíkkað samstarf sitt og mun RSA nú hefja innflutning á BYD fólksbílum í Finnlandi og Íslandi til viðbótar við Noreg.

„Við getum loks skýrt frá því að við erum nú innflutningsaðilar BYD fólksbíla í Finnlandi og Íslandi til viðbótar við Noreg.

Þrjár rafknúnar gerðir

Úlfar Hinriksson er framkvæmdastjóri BYD á Íslandi.

„BYD hefur náð eftirtektarverðum árangri í Noreg og allt bendir til þess að merkið muni njóta sömu velgengni á Íslandi.

BYD er einn af leiðandi framleiðendum rafknúinna ökutækja í heiminum og með stóra markaðshlutdeild í rafbílum.

image

BYD Tang – sjö sæta rafbíll

Noregur varð fyrir valinu sem fyrsti markaður fyrir BYD fólksbíla í Evrópu á árinu 2021.

image

BYD Atto3 er rafknúinn sportjeppi

BYD Atto3 er lítill, rafknúinn sportjeppi í gæðaflokki. Hann er fyrsti bíllinn frá BYD sem smíðaður er á nýja undirvagninn e-Platform 3.0.

image

BYD Han er sportlegur fólksbíll í lúxusflokki

Allar þessar þrjár gerðir verða settar á markað á Íslandi og Finnlandi.

„Við teljum þessa bíla henta einstaklega vel inn á íslenska markaðinn þar sem eftirspurn eftir rafbílum eykst stöðugt.

Bílarnir eiga það allir sameiginlegt að vera í háum framleiðslugæðum, með hátæknivæddar rafhlöðulausnir og mikinn búnað að öðru leyti.

image

Stærsti rafbílaframleiðandi í heimi

BYD er stærsti framleiðandi rafknúinna bíla í heiminum.

BYD er ennfremur eini bílaframleiðandi heims sem framleiðir sjálfur rafhlöður sínar, örgjafa, stýrikerfi fyrir rafhlöður og rafmótora.

BYD seldi á heimsvísu 1.862.428 rafknúna bíla árið 2022, sem var aukning upp á 155,1% frá árinu 2021.

Um BYD

BYD Company Ltd. er eitt stærsta fyrirtæki í einkaeigu í Kína.

Starfsemi BYD nær nú yfir fjögur svið, þ.e. bílaframleiðslu, rafeindatækni, orku og járnbrautasamgöngur.

Einnig hefur starfsemi BYD á sviði endurnýjanlegra orkulausna vaxið um allan heim og fyrirtækið nú með starfsemi í yfir 70 löndum.  

Um RSA

RSA er norður-evrópskt fyrirtæki á sviði bílainnflutnings til 12 landa.

(fréttatilkynning frá BYD á Íslandi)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is