Bílskúrinn er í margra augum helgur staður. Þar er gert við bíla, þeir bónaðir og alls konar bílatengt fer fram í bílskúrnum. Þar má ekki geyma kassa, gömul föt eða eitthvert tilvonandi rusl. Að breyta bílskúr í íbúð eru helgispjöll. Þannig lítur undirrituð á málin.

image

Sumir kaupa sér bílskúr og hús fylgir með.

Það er skuggalega algengt að bílskúrar gegni hlutverki geymslu hjá sumum og til eru bílskúrar sem aldrei hafa hýst bíla. En þetta er niðurdrepandi og sorglegt þannig að vindum okkur í mál málanna: Magnaða bílskúra!

Fjallshlíð með innbyggðum bílskúr

image

Í bænum Herder í Sviss má sjá móta fyrir einhverju kassalaga sem skagar ögn út úr grasi gróinni fjallshlíð. Þetta eru bílskúrar sem svissneski arkitektinn Peter Kunz hannaði. „Teningarnir“ eða kassarnir eru fimm talsins en þarna inni rúmast átta bílar.

image

Bílskúrinn er frá árinu 1999 og því miður ekki margt um hann að segja annað en að afar lítið sést af þessum flennistóra skúr utanfrá, en það sem sést er virkilega flott. Virkar dálítið eins og bílarnir séu að „horfa“ út um gluggann.

image

Skúrinn sem varð að tískufyrirbæri

Svo er hér bílskúr úr myndinni Ferris Bueller's Day Off. Myndin kom út árið 1986 og veit ég ekkert um hana annað en að strákar gera óskunda sem tengist Ferrari í svakalega flottum bílskúr.

image

Hér er myndbrot sem sýnir það atriði:

Þessi bílskúr, sem er að  370 Beech Street í Highland Park í Illinois, hefur veitt fjölmörgum innblástur og hér eru nokkur dæmi.

image

Þessi er á Nýja-Sjálandi og virðist fátt trufla útsýnið.

image

Langflestar myndirnar koma frá Bandaríkjunum.

image
image

Erum við komin inn í stofu hjá einhverjum? Nei, þetta er bílskúr!

image
image

Á þessum myndum eru alla jafna flottir bílar en í sumum tilvikum eru vistarverurnar líkari íbúð en bílskúr. Engir olíupollar og svoleiðis á gólfinu. Enda ekki svo mikið verið að skrúfa sundur og saman þarna.

Græjulegri skúrar

Það er svolítið undarlegt að hugsa til þess að ekki sé gert við bíla í bílskúrum. Eins og þessum hér fyrir ofan. Nú er komið að nokkrum með verkstæðisbrag.

image
image

Nú erum við að tala saman! Verkfæralausir skúrar eru nefnilega ekki traustvekjandi. En ég veit ekki með gólfið á myndinni hér fyrir ofan...

image

Skúrinn frá nokkrum sjónarhornum.

image

Svo eru þeir nokkrir með græjur en ekki til að brasa í bílunum heldur til að koma þeim fyrir í bílskúrnum. Hér eru dæmi: 

image

Svo byrja töfrabrögðin

image
image

TR Design Firm er fyrirtækið að baki þessari hönnun. Hlekkur er hér fyrir neðan.

image
image

Einhvers staðar í Austin í Texas.

image

Sniðugt margt af þessu. Samansafn af hugmyndum og fyrirtækjum er t.d. að finna á síðunni Houzz, en þaðan koma margar myndanna sem hér eru.

image

Hús, hýbýli og bílskýli - hvar liggja mörkin?

Sumir vilja hafa bílinn inni hjá sér og þá er hægt að hafa þetta nokkuð frjálslegt. Án þess þó að fólk sofi inni á verkstæði og angi af smurolíu. Svona er það t.d. gert:

image
image
image

En aðrir vilja þó hafa skilin nokkuð skýr.

image
image
image
image
image

Bjart tómstundarými

Margt af þessu sem næst kemur lítur út eins og uppstilling á listasafni en þetta er víst ekkert svoleiðis. Bara voðalega fínir „bílskúrar“ eða tómstundaherbergi í stærri kantinum.

image
image

Þetta teppi eða motta ruglar mann ærlega en niðurfallið fær mann til að muna að þettta er hvorki safn, kirkja né heimili. Þetta er bílskúr.

image
image

Braggi sem virkar ekkert allt of spennandi í fyrstu:

image

En verður svo mjög spennandi þegar inn í hann er komið...

image

Bílahlöður og annað sveitó

Það má hlaða bílum inn í hlöður. Það virðist nokkuð vinsælt víða í Bandaríkjunum en margar myndanna hér fyrir neðan eru frá Texas. Það er nokkuð ljóst að hlaða sem verður að bílskúr er rúmgóður kostur. Lítum á „hlöðurnar“:

image

Hver gægisr þarna út?

image
image
image

Hér er alls konar dót en hlöðurnar eru heppilegar fyrir ökutæki af ýmsum stærðum og gerðum.

image
image
image
image
image

Og í lokin sést skúrinn, sem er á forsíðumyndinni, að utan.

image

Ef þú hafðir gaman af lestrinum þá er þessi grein ágætt framhald: 

Og svo er eitt og annað sem þessu tengist:

[Birtist fyrst í mars 2022]

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is