2022 besta ár Brimborgar frá upphafi

En það eru óvissutímar fram undan í bílgreininni, segir Egill Jóhannsson forstjóri

„Árið í fyrra var besta árið í sögu Brimborgar frá upphafi, bættum árangurinn frá 2021 sem var sá besti fyrir“, segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, þegar við litum við hjá honum og forvitnuðumst aðeins um stöðuna þar á bæ.

Brimborg stærst í rafbílum með 1.343 nýskráningar

„Salan í rafbílum hjá Brimborg náði 23,3% af rafbílasölunni á liðnu ári, sem er gott þegar við horfum til þess að árið 2020 nam sala rafbíla hjá okkur aðeins um 5,6% og árið 2021 nam hún 17,0% af heildar rafbílasölunni. En á síðasta ári seldum við alls 1.343 rafbíla frá sjö merkjum.

image

Volvo er með mjög sterka ímynd og er okkar sterkasta merki, segir Egill Jóhannssom forstjóri Brimborgar

Hjá Peugeot var síðasta ár það besta frá ´99 og hvað varðar Citroën var árið líka gott, þar kom nýr rafmagnsbíll sem náði vel inn á markaðinn, enda eru komnir nú þegar um 150 slíkir á götuna.

Breytingar í vændum

Það kom fram í spjalli okkar Egils að það eru óvissutímar framundan í bílgreininni.

Margir nýir bílar á leiðinni

„En það eru margir nýir bílar á leiðinni sem skapa væntingar. Þar á meðal er Polestar 3 rafmagnsjeppinn og rafmagnsjeppinn EX90 frá Volvo.

Það er greinilega í mörg horn að líta hjá þeim í Brimborg, og ekki annað að heyra en að þar á bæ horfi menn bjartsýnum augum fram á árið þótt greinilega séu nokkur óveðursský á himni, en eins og segir í máltækinu „öll él birtir upp um síðir“ og það á örugglega vel við hér.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is