Man einhver eftir Fordson?

Stundum þarf ekki mikið til að rifja upp gamlar minningar.

image

Á árunum frá 1950 voru þó nokkrir svona bílar í notkun í Hafnarfirði.

Vinahjón foreldra minna, og foreldrar eins bekkjarfélaga í skóla á þessum tíma, áttu svona bíl, fallegt eintak sem var fjölskyldubíllinn á heimilinu.

Framleiddur frá 1938 til 1957

Fordson E83W, (einnig seldur frá 1952 undir Thames vörumerkinu sem Thames E83W), var 10 cwt (hálft tonn) léttur atvinnubíll sem smíðaður var af Ford Bretlandi í Ford Dagenham samsetningarverksmiðjunni (heimili Fordson dráttarvéla) á árunum 1938 til 1957.

Í sumum löndum var „framendinn og undirvagninn“ aðeins fluttur inn og smíðað yfir hann á staðnum.

E83W-bíllinn var ætlaður litlum flutninga-, viðskipta- og kaupmannamarkaði þar sem hann seldist vel. Einnig var boðið upp á afbrigði hálfgerðs „stationbíls“ með gluggum á hliðum.

image

10 hestafla vél

E83W var knúinn af 1.172 cc Ford 10 hestafla hliðarventilvél, með 3ja gíra gírkassa, og var mikið niðurgíraður í afturöxlinum.

Þetta gerði Fordson mun meira hægfara en venjulega fólksbíla, með hámarkshraða sem er ekki meira en 65 km/klst.

Fyrir utan 10 hestafla vélina deilir E83W nokkrum hlutum með nokrum öðrum gerðum af minni bílum Ford á þessum tíma. Fram- og afturöxlar eru mun þyngri en í fólksbílum og öðrum svipuðum sendibílum og deila sumum hlutum eins og legum og öðrum íhlutum með Ford V8 (módel 62 og E71A).

image

Vinsælir á Íslandi eftir heimstyrjöldina

Í bókinni Saga bílsins á Íslandi 1904 – 2004 eftir Sigurð Hreiðar, segir svo um Fordson: „Að stríði loknu kom hingað mikið af Fordson sendibílum frá Bretlandi. Algengt var að setja á þá hliðarglugga og sæti aftur í.“

Þannig var þetta orðinn ágætis heimilisbíll.

image

Verslanir notuð þessa bíla sem sendibíla, þar á meðal Silli og Valdi, og hér má einmitt sjá mynd af einum af bílum þeirra.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is