Loftpúðar

Ef svo ólíklega vildi til að einhver, einhverra hluta vegna vildi endilega kaupa sér bíl án loftpúða þá er það einfaldlega ekki hægt. Allir bílar í dag eru búnir slíkum, mismörgum. Samt er ekki svo íkja langt síðan þeir fóru að ryðja sér til rúms og ekki voru allir sannfærðir um mikilvægi þeirra framan af.

image

Loftpúðar eru þaulreyndir.

Eldri hugmynd

Hugmyndin er samt miklu mun eldri. Bandaríkjamaðurinn John W. Hetrick fékk skráð einkaleyfi á fyrirbærinu stax árið 1952 þó svo engir bílaframleiðendur nýttu sér uppfinninguna fyrr en mörgum árum síðar.

Það sama ár var þó hægt að fá Oldsmobile Toronado með loftpúðum og varð hann þannig fyrsti bíllinn, sem bauð upp á þá fyrir almenning.

1975 bauð GM síðan upp á þennan aukabúnað í, sem greiða þurfti sérstaklega fyrir, í nokkrum gerðum sinna stærstu fólksbíla. 1977 tóku þeir síðan loftpúðana af aukabúnaðarlistanum þar sem svo fír völdu hann.

image

Þessi hefur sprungið út.

Loftpúðar reyndir

Chrysler reyndi þetta á sama tíma og setti loftpúða í einhverja bíla en ekki urðu þeir að staðalbúnaði fyr en síðar. Hægra megin við Atlandshafið koma loftpúðar í bílum ekki fyr en einhverju síðar og fyrstir til að bjóða upp á þá er Mercedes Benz að bauð loftpúða sem aukabúnað í S-línunni árið 1981.

Porsche varð síðan fyrstur framleiðenda til að setja loftpúða sem staðalbúnað í bíl, Porsche 944 Turbo árið 1987.

Volvo fyrstir með hliðarloftpúða

Volvo fylgdi síðan í kjölfarið, sem og Chrysler, sem setur loftpúða sem staðalbúnað í valdar gerðir 1988. Og þá loksins fer boltinn að rúlla. Um og eftir 1990 fylgja bílaframleiðendur einn af öðrum í kjölfarið og undir aldamót má segja að nær allir bílar hafi loftpúða, enda eru þeir gerðir að skyldubúnaði í Bandaríkjunum árið 1998 og stuttu síðar í Evrópu. Hér var þau einungis um að ræða loftpúða fyrir ökumann og framsætisfarþega. Volvo voru fyrstir til að setja hliðarloftpúða í bíl árið 1995.

image

Hluti loftpúða í stýri á bíl.

Það tók sem sé um tuttugu ár frá því fyrst er skráð einkaleyfi á loftpúðum þar til framleiðsla bíla með þeim hökti af stað. Önnur fimmtán ár liðu síðan þar til hægt loftpúðar eru fyrst settir sem staðalbúnaður í bíl og enn önnur fimmtán þar til bílaframleiðendum er skylt að hafa þá í bílum sínum. Og nú eru liðin rúm tuttugu ár síðan það gerðist.

Já, svona getum við stundum verið íhaldssöm og þver þegar kemur að því að fá okkur til að nota nýjungar, jafnvel þó þær séu af hinu góða. En við eigum trúlega erfitt með það í dag að skilja hvers vegna þessari nýbreytni var ekki tekið opnum örmum strax á fyrsta degi.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is