Grundvallaratriði vélfræðinnar á einu bretti

Er það hægt? Að útskýra 20 grundvallaratriði vélfræðinnar með einhverju kubbadóti í nokkurra mínútna myndbandi á YouTube? Það sem meðfylgjandi myndband sýnir er auðvitað mikil einföldun á flóknum atriðum en það sem er einfalt er oft besti og fýsilegasti kosturinn t.d. þegar kemur að því að útskýra hvernig bílvél virkar í grunninn.

Það sem undirritaðri þykir virkilega áhugavert við þetta myndband er sú staðreynd að á fjórum dögum eru áhorfin komin upp í 4.000.000! Milljón á dag. Hvað segið þið? Ofmetið kubbadót eða sniðug aðferð til að útskýra?

Nokkrar tækniskýringar án kubba:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is