Er tími stóru bílasýninganna liðinn?

    • IAA bílasýningin í Þýskalandi verður blanda af sýndarveruleika og raunverulegum atburðum

Skipuleggjendur helstu bílasýningar Þýskalands, IAA, ætla að setja á svið stafræna viðburði og raunverulega sýningarstarfsemi þar sem erfiðlega gengur að laða að erlenda bílaframleiðendur í skugga COVID-19 heimsfaraldursins.

Þýsku bílaframleiðendurnir verða með

Þýsku bílaframleiðendurnir Volkswagen Group, BMW og Daimler taka þátt í sýningunni sem fer fram í München 7. september til 12. september.

Frankfurt var vettvangur sýninga IAA í næstum 70 ár en Samtök bílaiðnaðarins í Þýskalandi (VDA) hefur valið München fyrir viðburðinn í ár.

image

Sýningarsvæði kaupstefnunnar í Munchen verður vettvangur IAA í september.

Enn vantar upplýsingar um marga framleiðendur

Enn sem komið er hefur aðeins handfylli af bílaframleiðendum sem ekki eru þýskir, þar á meðal Ford, Hyundai og kínversk vörumerki, sagt að þeir verði viðstaddir. Önnur helstu bílafyrirtæki, þar á meðal Toyota, Renault og Stellantis, en þar á meðal eru PSA Group og Opel vörumerkið í Þýskalandi auk Fiat Chrysler, hafa ekki skuldbundið sig til að vera viðstaddir.

Þetta þýðir að tíminn er að renna út til að gera sýninguna að sannkölluðum alþjóðlegum viðburði með alþjóðlegri ásýnd.

Leggja meiri áherslu á stafræna hlutann

Skipuleggjendur munu leggja meiri áherslu á stafrænan kynningar ef ferðalög raskast enn í september vegna aðgerða til að hafa stjórn á kórónaveirunni.

Samtök bílaiðnaðarins í Þýskalandi, VDA, sem skipuleggja sýninguna, telja að blandaður viðburður atburður gæti haft kosti.

Sýndarviðburðir munu auka aðdráttarafl sýningarinnar og „gera það meira aðlaðandi fyrir sýnendur og gesti,“ sagði yfirmaður samskipta VDA, Lutz Meyer. Bílaframleiðendur munu fá tækifæri til að senda markaðsskilaboð til markhópa sinna með textaboðum, myndum og vídeóum á ýmsum stafrænum rásum, sagði Meyer.

image

Það lítur út fyrir það að stóru bílasýningarnar eins og voru hér á árum áður, og sést hér á mynd frá sýningu IAA í Frankfurt fyrir tveimur árum, séu að líða undir lok.

Volvo verður ekki með en Polestar mætir

Meðal staðfestra þátttakenda eru nýja Polestar vörumerkið fyrir rafbíla hjá Volvo, þó að Volvo sjálfur muni sleppa viðburðinum, og kínversku vörumerkin Nio, SAIC, Great Wall's Wey og Xpeng munu einnig mæta.

Framleiðendur á borð við Robert Bosch, Continental, Faurecia og ZF Friedrichshafen eru einnig meðal fyrirtækja sem taka þátt.

„Heildrænn hreyfanleiki“

IAA á þessu ári mun víkka áherslur sínar út fyrir bíla til að ná til einstakra hreyfanleika einstaklinga, þar með talið svokallað „heildræn hreyfanleiki“ þar sem allir vegfarendur eru nettengdir.

World Cycling Forum er einnig samstarfsaðili og nokkrir þekktir reiðhjólaframleiðendur hafa staðfest mætingu sína.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is